Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
Umtöluð Frá árshátíð Landsvirkjunar. Mynd: Landsvirkjun

Matseðill árshátíðar Landsvirkjunar var klassískur: Lamb, þorskur, vanillupannacotta og vín með því. Engar gullhúðaðar kengúrulundir þó eða kampavín, bendir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, á. 

Hvanndalsbræður spiluðu, Salka Sól og Jónsi í Svörtum fötum líka. Gísli Einarsson og Berglind Festival stýrðu herlegheitunum. 

Hátíðin var haldin í íþróttahúsi á Egilsstöðum og var starfsfólk af höfuðborgarsvæðinu flutt austur með farþegaþotu á föstudag og aftur til baka á sunnudag. Landsvirkjun bauð starfsfólkinu og mökum þeirra upp á það og gistingu á Egilsstöðum báðar næturnar. 

Alls stefnir í að þetta hafi kostað um 90 milljónir króna, samkvæmt svari Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að um 430 manns hafi tekið þátt í árshátíðinni og voru 60 prósent þátttakenda starfsfólk. Því má ætla að hin 40 prósentin hafi verið makar. 

„Ísland er dýrt og við verðum bara að horfast í augu við það“
Þóra Arnórsdóttir
forstöðumaður samskipta hjá …
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár