Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RIFF fékk tæplega 100 milljónir frá Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg hef­ur styrkt kvik­mynda­há­tíð­ina RIFF um tæp­lega 100 millj­ón­ir króna frá ár­inu 2013. Borg­in hætti að styrkja RIFF í eitt ár eft­ir gagn­rýni frá starfs­fólki sem nú hef­ur aft­ur kom­ið fram.

RIFF fékk tæplega 100 milljónir frá Reykjavíkurborg
Sams konar gagnrýni og 2013 Gagnrýnin frá fyrrverandi starfsmanni RIFF á hátíðina og eiganda hennar, Hrönn Marinósdóttur, er sams konar eðlis og sú gagnrýni sem sett var fram árið 2013 en þá hætti Reykjavíkurborg að styrkja hátíðina í eitt ár.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival (RIFF) hefur fengið samtals 98 milljónir króna í styrki frá Reykjavíkurborg frá árinu 2013. Þetta kemur fram í svari frá Reykjavíkurborg við spurningum Heimildarinnar um styrkveitingar til hátíðarinnar.

Heimildin greindi frá því fyrir skömmu að fyrrverandi starfsmaður RIFF hafi sent gagnrýnið bréf um hátíðina og eiganda hennar, Hrönn Marinósdóttur, til Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem einnig styrkir RIFF með fjárveitingu frá íslenska ríkinu. 

Gagnrýni starfsmannsins var sams konar eðlis og gagnrýni sem fram kom á RIFF frá starfsfólki árið 2013 í skýrslu sem sérstök eftirlitsnefnd frá Reykjavíkurborg gerði á hátíðinni. Sú skýrsla var aldrei gerð opinber en í kjölfar hennar hætti Reykjavíkurborg að styrkja RIFF um eins árs skeið:  „Á árinu 2013 var RIFF með 9 milljónir króna í styrk frá menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar. Á árinu 2014 hlaut hátíðin ekki styrk frá ráðinu. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár