Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.

Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
Breytinga þörf „Það er hins vegar alveg ljóst að íslenska ríkið mun til framtíðar þurfa að breyta lagareglum,“ segir Hafsteinn, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Mynd: HR

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefði getað komist að þeirri niðurstöðu í máli vegna þingkosninganna árið 2021 að breyta þyrfti íslensku stjórnarskránni svo hægt væri að halda frjálsar kosningar á Íslandi. Það gerði hann aftur á móti ekki, bendir Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík á. Hann telur þó að það væri betra að gera stjórnarskrána skýrari.

„Þetta er ekki eins dramatísk niðurstaða og hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn um niðurstöðu MDE.

Hún var birt í morgun en þar kemur fram að íslenska ríkið hafi brotið í bága við réttinn til frjálsra kosninga og réttinn til skilvirks úrræðis í alþingiskosningunum árið 2021. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing haustið 2021 miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Íslenska ríkinu var gert að greiða það sem nemur um tveimur milljónum í skaðabætur til …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Það er hægt að kjósa einhvern sem talinn er verðugur.= kerfið er ásættanlegt og verðugir frambjóðendur í boði.
    Það er hægt að skila auðu= kerfið er ásættnlegt en enginn verðugur frambjóðandi.
    Það er hægt að sitja heima = mér er alveg sama eða ég treysti ekki kerfinu. Mitt atkvæði skiptir ekki máli.
    Ég er á því að ég vilji ekki taka þátt í kosningum því ég vil ekki að nokkur frambjóðandi geti sagt að hann eða hún hafi fullt umboð til að fara með völd.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár