Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefði getað komist að þeirri niðurstöðu í máli vegna þingkosninganna árið 2021 að breyta þyrfti íslensku stjórnarskránni svo hægt væri að halda frjálsar kosningar á Íslandi. Það gerði hann aftur á móti ekki, bendir Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík á. Hann telur þó að það væri betra að gera stjórnarskrána skýrari.
„Þetta er ekki eins dramatísk niðurstaða og hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn um niðurstöðu MDE.
Hún var birt í morgun en þar kemur fram að íslenska ríkið hafi brotið í bága við réttinn til frjálsra kosninga og réttinn til skilvirks úrræðis í alþingiskosningunum árið 2021.
Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing haustið 2021 miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Íslenska ríkinu var gert að greiða það sem nemur um tveimur milljónum í skaðabætur til …
Það er hægt að skila auðu= kerfið er ásættnlegt en enginn verðugur frambjóðandi.
Það er hægt að sitja heima = mér er alveg sama eða ég treysti ekki kerfinu. Mitt atkvæði skiptir ekki máli.
Ég er á því að ég vilji ekki taka þátt í kosningum því ég vil ekki að nokkur frambjóðandi geti sagt að hann eða hún hafi fullt umboð til að fara með völd.