Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.

Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
Breytinga þörf „Það er hins vegar alveg ljóst að íslenska ríkið mun til framtíðar þurfa að breyta lagareglum,“ segir Hafsteinn, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Mynd: HR

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefði getað komist að þeirri niðurstöðu í máli vegna þingkosninganna árið 2021 að breyta þyrfti íslensku stjórnarskránni svo hægt væri að halda frjálsar kosningar á Íslandi. Það gerði hann aftur á móti ekki, bendir Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík á. Hann telur þó að það væri betra að gera stjórnarskrána skýrari.

„Þetta er ekki eins dramatísk niðurstaða og hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn um niðurstöðu MDE.

Hún var birt í morgun en þar kemur fram að íslenska ríkið hafi brotið í bága við réttinn til frjálsra kosninga og réttinn til skilvirks úrræðis í alþingiskosningunum árið 2021. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing haustið 2021 miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Íslenska ríkinu var gert að greiða það sem nemur um tveimur milljónum í skaðabætur til …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Það er hægt að kjósa einhvern sem talinn er verðugur.= kerfið er ásættanlegt og verðugir frambjóðendur í boði.
    Það er hægt að skila auðu= kerfið er ásættnlegt en enginn verðugur frambjóðandi.
    Það er hægt að sitja heima = mér er alveg sama eða ég treysti ekki kerfinu. Mitt atkvæði skiptir ekki máli.
    Ég er á því að ég vilji ekki taka þátt í kosningum því ég vil ekki að nokkur frambjóðandi geti sagt að hann eða hún hafi fullt umboð til að fara með völd.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár