Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fiðrildi með kulnun sem lærði að hlusta á líkamann

Kara Elvars­dótt­ir lýs­ir sjálfri sér sem fiðr­ildi og kvíða­kerl­ingu. Hún hef­ur alltaf átt erfitt með að segja nei við nýj­um tæki­fær­um sem leiddi til þess að hún fór í kuln­un. Veg­ferð­in hef­ur hins veg­ar leitt hana á betri stað og í dag leið­ir hún hóp kvenna sem hreyfa sig með­vit­að. En hvað er með­vit­uð hreyf­ing?

Fiðrildi með kulnun sem lærði að hlusta á líkamann
Að treysta líkamanum Kara Elvarsdóttir, sjúkraþjálfari og tveggja barna móðir, elskar að hreyfa sig, prjóna, baka og syngja ein í bílnum. En hún elskar líka að fræða fólk um líkama sinn og hjálpa konum að öðlast heilbrigt samband við hreyfingu. Mynd: Golli

Tvisvar í viku leiðir sjúkraþjálfarinn Kara Elvarsdóttir hóp kvenna í gegnum styrktarþjálfun undir yfirskriftinni Meðvituð hreyfing. Leið Köru að meðvitaðri hreyfingu var hlykkjótt en hún fór í kulnun eftir að hafa verið í fullu námi í sjúkraþjálfun, hreyft sig oft í viku, stundum oft á dag, eignast tvö börn og kennt ballett og aðra hreyfingu á fjórum mismunandi stöðum. Líkaminn sagði á endanum stopp. 

„Ég er svolítið mikið fiðrildi, ég helst illa í einni níu til fimm vinnu. Frá því að ég var í háskólanum hef ég alltaf verið í milljón vinnum með, alltaf verið að fá ótrúlega skemmtileg tækifæri sem ég get ekki sagt nei við. Ég hef líka brennt mig á því að hafa alltof mikið að gera,“ segir Kara. En hún leit á kulnunina sem ákveðið tækifæri til að endurhugsa samband hennar við sjálfa sig, líkamann og hreyfingu. 

Kara hefur stundað einhvers konar hreyfingu frá því …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár