Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem var sig­ur­veg­ari síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga þeg­ar flokk­ur­inn fékk 18,7 pró­sent at­kvæða, mæl­ist nú með ein­ung­is 4,5 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni. Hinir flokk­arn­ir í meiri­hlut­an­um hafa hins veg­ar bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi
Í brekku Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri í byrjun árs. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavíkurborg í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var í mars. Fylgi flokksins mælist 25,6 prósent en skammt á hæla hans kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 23,2 prósent. Báðir flokkar eru á svipuðum slóðum og í síðustu mælingu sem framkvæmd var í nóvember í fyrra. Samfylkingin hefur samkvæmt þessu bætt við sig 5,3 prósentustigum frá síðustu kosningum vorið 2022 og Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærsti flokkurinn í borginni eftir þær, tapað 1,3 prósentustigum.  

Meirihlutinn í borginni, sem skipaður er Samfylkingu, Pírötum, Viðreisn og Framsóknarflokki, mælist samtals með 51,3 prósent fylgi sem er minna en þau 55,8 prósent sem flokkarnir í meirihlutanum fengu í síðustu kosningum. Þetta er staðan þrátt fyrir að þrír þeirra: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mælist með meira fylgi nú en þá, eða alls 9,6 prósentustigum meira.

Ástæðan er gríðarlegt fylgistap Framsóknarflokksins, sem fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022 en mælst nú með 4,5 prósent fylgi. Framsókn, sem leidd er af Einari Þorsteinssyni núverandi borgarstjóra, er því að mælast með fjórðung þess fylgis sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. 

Eini Flokkurinn sem mælist minni en Framsókn af þeim sem eiga fulltrúa í borgarstjórn eru Vinstri græn, en einungis 3,8 prósent borgarbúa segja að þeir gætu hugsað sér að kjósa þann flokk í einu helsta höfuðvígi hans. Það er svipuð niðurstaða og kom upp úr kjörkössunum 2022, þegar fjögur prósent kusu Vinstri græn sem rétt skilaði flokknum einum borgarfulltrúa. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist nú rétt yfir kjörfylgi með 8,5 prósent og Flokkur fólksins sömuleiðis, með 6,7 prósent fylgi. Miðflokkurinn, sem náði ekki inn manni í síðustu kosningum, mælist nú með 6,5 prósent stuðning.

Dagur vinsælli eftir að hann færði sig

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hætti sem borgarstjóri í byrjun þessa árs í samræmi við samkomulag þess efnis sem gert var við myndun síðasta meirihluta í borginni. Hann hafði þá setið í þeim stóli í næstum áratug samfleytt og verið umdeildur. Í ágúst síðastliðnum nefndu einungis 13 prósent Dag sem þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Vinsældir hans virðast hafa vaxið skarpt við það að hann færði sig yfir í hlutverk formanns borgarráðs því nú segja 22 prósent borgarbúa að Dagur sé að standa sig best allra borgarbúa. Til samanburðar telja sjö prósent að Einar Þorsteinsson, sitjandi borgarstjóri, hafi staðið sig best og ellefu prósent að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Eini borgarfulltrúinn sem mælist í námunda við Dag er Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, en 19 prósent borgarbúa telja hana hafa staðið sig best allra borgarfulltrúa. Tölur Sönnu hafa líka farið vaxandi á kjörtímabilinu en í lok fyrrasumars nefndu 14 prósent hana sem svar við spurningunni um hver hefði staðið sig best. 

Færri óánægðir með meirihlutann en áður

Maskína spyr líka reglulega um hvort fólki finnist meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík standa sig vel eða illa. Í nýjustu könnunni fækkar þeim sem telja meirihlutann standa sig illa úr 50 í 44 prósent en þeim sem telja hann standa sig vel stendur nánast í stað, fer úr 18 í 19 prósent. Hlutfall þeirra sem telja meirihlutann vera að standa sig illa hefur ekki mælst minna á þessu kjörtímabili, sem er nú um það bil hálfnað. Að uppistöðu eru það kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks sem telja meirihlutann standa sig illa. 

Staðan hjá minnihlutanum er mjög svipuð og hjá meirihlutanum. Alls segja 44 prósent að hann hafi staðið sig illa sem er lægsta hlutfall sem telur slíkt það sem af er kjörtímabili. Einungis tíu prósent segja að minnihlutinn sé að standa sig vel sem er mjög svipað hlutfall og verið hefur í öðrum mælingum á kjörtímabilinu.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár