Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem var sig­ur­veg­ari síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga þeg­ar flokk­ur­inn fékk 18,7 pró­sent at­kvæða, mæl­ist nú með ein­ung­is 4,5 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni. Hinir flokk­arn­ir í meiri­hlut­an­um hafa hins veg­ar bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi
Í brekku Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri í byrjun árs. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavíkurborg í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var í mars. Fylgi flokksins mælist 25,6 prósent en skammt á hæla hans kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 23,2 prósent. Báðir flokkar eru á svipuðum slóðum og í síðustu mælingu sem framkvæmd var í nóvember í fyrra. Samfylkingin hefur samkvæmt þessu bætt við sig 5,3 prósentustigum frá síðustu kosningum vorið 2022 og Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærsti flokkurinn í borginni eftir þær, tapað 1,3 prósentustigum.  

Meirihlutinn í borginni, sem skipaður er Samfylkingu, Pírötum, Viðreisn og Framsóknarflokki, mælist samtals með 51,3 prósent fylgi sem er minna en þau 55,8 prósent sem flokkarnir í meirihlutanum fengu í síðustu kosningum. Þetta er staðan þrátt fyrir að þrír þeirra: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mælist með meira fylgi nú en þá, eða alls 9,6 prósentustigum meira.

Ástæðan er gríðarlegt fylgistap Framsóknarflokksins, sem fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022 en mælst nú með 4,5 prósent fylgi. Framsókn, sem leidd er af Einari Þorsteinssyni núverandi borgarstjóra, er því að mælast með fjórðung þess fylgis sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. 

Eini Flokkurinn sem mælist minni en Framsókn af þeim sem eiga fulltrúa í borgarstjórn eru Vinstri græn, en einungis 3,8 prósent borgarbúa segja að þeir gætu hugsað sér að kjósa þann flokk í einu helsta höfuðvígi hans. Það er svipuð niðurstaða og kom upp úr kjörkössunum 2022, þegar fjögur prósent kusu Vinstri græn sem rétt skilaði flokknum einum borgarfulltrúa. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist nú rétt yfir kjörfylgi með 8,5 prósent og Flokkur fólksins sömuleiðis, með 6,7 prósent fylgi. Miðflokkurinn, sem náði ekki inn manni í síðustu kosningum, mælist nú með 6,5 prósent stuðning.

Dagur vinsælli eftir að hann færði sig

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hætti sem borgarstjóri í byrjun þessa árs í samræmi við samkomulag þess efnis sem gert var við myndun síðasta meirihluta í borginni. Hann hafði þá setið í þeim stóli í næstum áratug samfleytt og verið umdeildur. Í ágúst síðastliðnum nefndu einungis 13 prósent Dag sem þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Vinsældir hans virðast hafa vaxið skarpt við það að hann færði sig yfir í hlutverk formanns borgarráðs því nú segja 22 prósent borgarbúa að Dagur sé að standa sig best allra borgarbúa. Til samanburðar telja sjö prósent að Einar Þorsteinsson, sitjandi borgarstjóri, hafi staðið sig best og ellefu prósent að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Eini borgarfulltrúinn sem mælist í námunda við Dag er Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, en 19 prósent borgarbúa telja hana hafa staðið sig best allra borgarfulltrúa. Tölur Sönnu hafa líka farið vaxandi á kjörtímabilinu en í lok fyrrasumars nefndu 14 prósent hana sem svar við spurningunni um hver hefði staðið sig best. 

Færri óánægðir með meirihlutann en áður

Maskína spyr líka reglulega um hvort fólki finnist meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík standa sig vel eða illa. Í nýjustu könnunni fækkar þeim sem telja meirihlutann standa sig illa úr 50 í 44 prósent en þeim sem telja hann standa sig vel stendur nánast í stað, fer úr 18 í 19 prósent. Hlutfall þeirra sem telja meirihlutann vera að standa sig illa hefur ekki mælst minna á þessu kjörtímabili, sem er nú um það bil hálfnað. Að uppistöðu eru það kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks sem telja meirihlutann standa sig illa. 

Staðan hjá minnihlutanum er mjög svipuð og hjá meirihlutanum. Alls segja 44 prósent að hann hafi staðið sig illa sem er lægsta hlutfall sem telur slíkt það sem af er kjörtímabili. Einungis tíu prósent segja að minnihlutinn sé að standa sig vel sem er mjög svipað hlutfall og verið hefur í öðrum mælingum á kjörtímabilinu.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár