Píratar og Flokkur fólksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi. Í henni lýsa flokkarnir yfir vantrausti á ríkisstjórnina í heild sinni.
Fara flokkarnir fram á að þingi verði rofið fyrir 26. júlí og efnt verði til almennra kosninga þann 7. september.
Flutningsmenn eru Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Eyjólfur Ármannsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gísli Rafn Ólafsson, Katrín Sif Árnadóttir, Halldóra Mogensen, Tómas A. Tómasson, Indriði Ingi Stefánsson.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisráðherraskiptin séu kveikjan að vantrauststillögunni. Vísaði hann til þeirra undirskrifta sem strax fóru að stafnast um vantraust þegar ríkisstjórn undir stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.
Athugasemdir