Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, náði á aðeins 54 mínútum að fá þann lágmarksfjölda undirskrifta sem þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það þótti tíðindum sæta þegar það tók Baldur Þórhallsson klukkustund og 43 mínútur að ná lágmarksfjölda undirskrifta og einnig stuttu síðar þegar það tók Jón Gnarr tveimur mínútum skemur. En Katrín var því fljótust allra frambjóðenda til að ná þessu lágmarki.
Kunnugleg nöfn
Bergþóra Benediktsdóttir hefur verið ráðin kosningastjóri framboðs Katrínar en Bergþóra var aðstoðarmaður hennar sem forsætisráðherra. „Við erum að leggja af stað með baráttuna og enn á byrjunarstigum,“ segir hún.
Auk Bergþóru er búið að ráða Unni Eggertsdóttur sem mun sjá um samskiptamál fyrir framboð Katrínar. Unnur hefur um árabil verið vinsæl leikkona en hún hefur einnig starfað sem kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík og verið á framboðslista fyrir flokkinn. Hún er búsett bæði á Íslandi og New York en verður hér á …
Athugasemdir (1)