Þegar Halla Hrund Logadóttir fæddist var Vigdís Finnbogadóttir nýkjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum. Halla Hrund er fyrsta konan sem gegnir embætti orkumálastjóra. Nú vill hún verða forseti Íslands og vera dætrum sínum fyrirmynd, sem og komandi kynslóðum. Huga þarf að hlutum fyrir framtíðina og passa upp á að afkomendur hennar njóti þess sama sem Ísland hefur upp á að bjóða og hún hefur gert.
Það er vor í lofti. Loksins. Halla Hrund tekur á móti blaðakonu á heimili fjölskyldunnar í fjölbýli í Fossvoginum. „Þetta er litla höllin okkar,“ segir hún. Samvera með fjölskyldunni skiptir hana miklu máli og hefur alltaf gert. „Þessi einfalda samvera, þessi ást á hversdagsleikanum sem einkennir okkur sem fjölskyldu. Við erum mikið teymi.“ Halla Hrund ólst upp í Árbænum. Föðuramma hennar og -afi bjuggu í næstu blokk og hún varði miklum tíma með þeim. „Mamma og pabbi eiga mig þegar þau eru ung, þau …
Athugasemdir (2)