Berglind Soffía Blöndal, doktor í næringarfræði, Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, aðjunkt við HÍ og doktorsnemi í næringarfræði og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi hafa allar starfað fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Þá er Sólveig Sigurðardóttir formaður Samtaka fólks með offitu. Konurnar fjórar ræða í Heimildinni í dag um baráttu sína gegn fitufordómum. Allar vita þær hvernig er að vera í stríði gegn líkama sínum. Allar hafa þær orðið fyrir fordómum. Allar hafa þær svelt líkama sinn á einhverjum tímapunkti vegna fordóma samfélagsins.
Berglind Soffía segir frá því að heilbrigðisstarfsmaður hafi skrifað: „ógeðslega feit“ í sjúkraskrá hennar. Hún hafi einnig lent í því að karlmaður hrækti á hana í sundi og kallaði hana feitt svín.
Sólveig var komin með lotugræðgi ellefu ára gömul. Hún var send í megrunarklúbb þegar hún var 12 ára. Þar var hún vigtuð einu sinni í viku. Klappað var fyrir henni ef hún hafði lést milli vikna, púað …
Athugasemdir