Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar var kynnt á miðvikudag, í því sem varla verður lýst öðruvísi en sem bakherbergi á efstu hæð Hörpu. Fjölmiðlafólki var vísað inn í lyftu í anddyrinu sem flutti það upp á fimmtu hæð og inn á það sem virtist vera baksviðsgangur austast á hæðinni.
Þrír hljóðnemar stóðu þar við glervegginn sem vísaði út á höfnina. Þangað sá þó enginn. Þoka hafði safnast þar saman, svo þétt að hlaðinn hafnarkanturinn rétt neðan við Hörpuna var ekki einu sinni sjáanlegur.
Mitt í því sem blaðamenn rýndu í þokuna og reyndu eftir mætti að eygja það sem fyrir utan var, gengu þrír menn inn þröngan ganginn. Þrír menn sem hver um sig leiðir stjórnmálaflokk, sem saman mælast með 31,1 prósent fylgi, voru þarna að kynna nýja ríkisstjórn. Þessi nýja átti að hverfast um stöðugleika, líkt og þær sem sömu flokkar mynduðu 2017 og 2021. Þegar leiðtogarnir þrír höfðu allir …
Athugasemdir (3)