Ríkisstjórn mynduð utan um hræðslu við að mæta kjósendum
Blendnar tilfinningar Bjarni Benediktsson er himinlifandi með að verða orðinn forsætisráðherra að nýju. Aðrir ráðherrar virðast ekki deila þeirri fölskvalausu gleði með honum. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ríkisstjórn mynduð utan um hræðslu við að mæta kjósendum

Skoð­að var hvort hægt yrði að kjósa til þings í næsta mán­uði, áð­ur en for­seta­kosn­ing­arn­ar færu fram. Þreif­ing­ar við Við­reisn um að koma inn í rík­is­stjórn sem vara­dekk fyr­ir Vinstri græn hóf­ust fyr­ir páska, og þar með tölu­vert áð­ur en Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti um for­setafram­boð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja alls ekki fara í kosn­ing­ar í sum­ar eða næsta haust, þrátt fyr­ir að vera ekki sam­mála í stór­um mál­um sem þarfn­ast úr­lausn­ar, þar sem þeir eru að mæl­ast af­leit­lega í könn­un­um og litl­ar lík­ur á að sú staða muni lag­ast á næstu mán­uð­um.

Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar var kynnt á miðvikudag, í því sem varla verður lýst öðruvísi en sem bakherbergi á efstu hæð Hörpu. Fjölmiðlafólki var vísað inn í lyftu í anddyrinu sem flutti það upp á fimmtu hæð og inn á það sem virtist vera baksviðsgangur austast á hæðinni. 

Þrír hljóðnemar stóðu þar við glervegginn sem vísaði út á höfnina. Þangað sá þó enginn. Þoka hafði safnast þar saman, svo þétt að hlaðinn hafnarkanturinn rétt neðan við Hörpuna var ekki einu sinni sjáanlegur.

Mitt í því sem blaðamenn rýndu í þokuna og reyndu eftir mætti að eygja það sem fyrir utan var, gengu þrír menn inn þröngan ganginn. Þrír menn sem hver um sig leiðir stjórnmálaflokk, sem saman mælast með  31,1 prósent fylgi, voru þarna að kynna nýja ríkisstjórn. Þessi nýja átti að hverfast um stöðugleika, líkt og þær sem sömu flokkar mynduðu 2017 og 2021. Þegar leiðtogarnir þrír höfðu allir …

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Drauga-ríkisstjórn Bjarna Ben gjöri þið svo vel.
    1
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það sem vekur mesta athygli á þessari grein er hversu hún er illa skrifuð málfarslega. Er ekkert til sem heitir prófarkalestur í blaðamennsku í dag?
    0
    • FJR
      Frosti Jón Runólfsson skrifaði
      Ef það er það sem vekur mesta athygli þína þá ert þú í toppmálum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu