Fyrir mörgum einkennist nútíminn af hraða og annríki. Sífellt fleiri brenna út eða kulna. En í húsi einu á Sólvallagötu er eins og tíminn standi svolítið í stað. Húsið sjálft er hundrað ára en starfsemin sem fer þar fram örlítið yngri, eða 82 ára. Húsið sem einu sinni hét Sólvellir þekkist nú undir öðru nafni, Húsó eða Hússtjórnarskólinn í Reykjavík. „Það var eins og að fara mörg ár aftur í tímann,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir matreiðslukennari um það að koma inn í húsið fyrst þegar hún hóf þar störf fyrir átta árum.
Og það er rétt, að ganga inn í húsið er eins og að ferðast aftur í tímann, húsgögnin eru í gömlum stíl, dúkar eru bróderaðir, og kökur með kaffinu bornar fram á fallegum diskum. Það er friðsæll andi yfir öllu þótt húsið sé fullt af nemendum. „Við viljum halda í þennan gamla stíl. En svo eru líka bara ekki …
en það var aldrei metið þegar maður sótti um vinnu, þó námið væri bæði verklegt og bóklegt,
ársnám.