Kvikmyndin The Zone of Interest í leikstjórn Jonathan Glazer byrjar í myrkri og með drungafullu tónverki Mica Levi sem varir í nokkrar mínútur þar til hljóðmynd, fuglasöngur tekur við. Myrkrið og tónverkið gefur áhorfendum til kynna að myndin er alvarleg enda um mann sem stjórnaði frægustu útrýmingarbúðum nasista og fjölskyldu hans á því tímabili sem flestir voru myrtir í búðunum.
Við myrkrinu tekur við mynd eins og úr fjölskyldualbúmi, fjölskylda í lautarferð við stöðuvatn að sumri. Fjölskyldufaðirinn, Rudolf Höss, stendur á sundfötunum og horfir á börnin sín leika sér með magana fulla af jarðarberjum og konan hans, Hedwig Höss, gefur ungbarni þeirra eplabita. Því næst er fjölskyldan á hreyfingu, á göngu í skógi, á leið heim í bíl, börnin hlæjandi í aftursætinu.
Þau keyra eftir vegi og beygja svo inn á annan að því sem nasistar kölluðu Áhugasvæðið, eða The Interest Zone, svæðið í kringum útrýmingarbúðirnar þar sem stjórnendur og …
Athugasemdir