Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hommahvirfilbylur – Hinsegin raddir verða að heyrast hærra

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Funa­lind 2, hjá Leik­fé­lagi Kópa­vogs, að sjá verk­ið: „… og hvað með það?“ Hún skor­ar á hinseg­in og kynseg­in radd­ir að taka upp penna og skrifa um raun­veru­leika sinn.

Hommahvirfilbylur –  Hinsegin raddir verða að heyrast hærra
Leikhús „Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka.“
Leikhús

„… og hvað með það?“

Niðurstaða:

Lab Loki

Leikhúsið, Funalind 2 / Leikfélag Kópavogs

Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Ljós og hljóð: Arnar Ingvarsson

Gefðu umsögn

Tveir karlmenn hittast á óræðum stað. Hittast þeir til að ríða í rjóðri? Hittast þeir á höfuðborgarsvæðinu? Hittast þeir í Grikklandi til forna? Hittast þeir til að dást að sér eins og Narsissus í læknum? Hittast þeir til að tala saman af fullri alvöru? Hittast þeir til að horfa á sjálfan sig í fúlustu alvöru?

Eitt er víst að þeir hittast á litlu leiksviði í Kópavogi þar sem leikhópurinn Lab Loki hefur fundið nýjan tímabundinn samastað á jaðrinum, eins og svo oft áður. Leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson er við stjórn, eða reyndar óstjórn. Hann gefur leikurunum lausan taum, finnur sögum þeirra farveg og amast ekki yfir því þegar eitthvað fer úrskeiðis. Allt er í boði, allt er í lagi, allt er til umræðu.

„Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika“

Árni Pétur er leynivopn í íslensku leikkhúsi

Á síðasta ári stóð Lab Loki fyrir uppfærslu á Marat/Sade eftir Peter Weiss í Borgarleikhúsinu þar sem leikarar á efri árum komu saman til að framreiða fortíðina, með öllum sínum beyglum og ölduróti, yfir í nútíðina. Sýningin heppnaðist kannski ekki fullkomlega en var skínandi dæmi um hvernig ófullkomið leikhús getur stuðað, hvatt áhorfendur til hugsunar og síðast en ekki síst skemmt.

„… og hvað með það?“ vekur svipaðar tilfinningar og Marat/Sade þó að hláturinn sé ríkjandi að þessu sinni í bland við tregafullan harm. Textinn er samsuða af spuna, eigin texta leikara og örstutt brot úr verkum á borð við Englar í Ameríku eftir Tony Kuschner, Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, Bent eftir Martin Sherman, sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um tilveru samkynhneigðra karlmanna.

Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka. Frelsið hreinlega geislar af honum sem og hispursleysið. Hann daðrar, grínast, dansar og á einhverjum tímapunkti geltir, í algjörlega óborganlegu atriði. Sigurður Edgar er kannski ekki kunnugur íslenskum leikhúsáhorfendum en hann hefur dvalið og þróað sína list í Svíþjóð undanfarin ár. Raddstyrkur og leiktækni hans eru kannski ekki á sama stigi og hjá Árna en Sigurður bætir það upp með dansandi lipurð og kímnigáfu. Sigurður er mótvægi við Árna en þeir styðja líka hvor annan. Kennir sá eldri hinum yngri eða öfugt? Eða kannski bæði?

Áskorun til hinsegin eða kynsegin einstaklinga að skrifa leikverk

Eins og pistillinn ber með sér er „… og hvað með það?“ upplifun frekar en leiksýning sem hefur upphaf, miðju og endi. Fortíð, samtíð og framtíð grautast saman í vellingi þar sem hinseginleikinn er aðal bragðbætirinn. Örfáar sýningar eru eftir en leikhúsgestir eru hvattir til að taka sér drottningarnar á Priscillu til fyrirmyndar og skella sér í ævintýraferð upp í Kópavog, þar sem allt getur gerst.

Nokkur ögrandi lokaorð eru við hæfi sem niðurlag þessa pistils … Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika. Þetta er ekki spurning heldur hvatning og áskorun. Hinsegin raddir verða að heyrast hærra og á stærri leiksviðum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár