Í lausu lofti

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á leik­verk­ið X í Borg­ar­leik­hús­inu.

Í lausu lofti
Sólveig Arnarsdóttir fangar vaxandi örvæntingu. Mynd: b'Hordur Sveinsson'
Leikhús

Í lausu lofti

Niðurstaða:

X

eftir Alistair McDowall

Borgaleikhúsið

Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir

Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Kría Valgerður Vignisdóttir

Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Tónlist og hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Þýðing: Jón Atli Jónasson

Gefðu umsögn

Nú fer að líða undir lok leikársins og frumsýndi Borgarleikhúsið síðasta leikritið á þessu misseri, fyrir utan komandi gestasýningu frá Akureyri. Leiksýningar síðastliðna mánuði hafa komið víða við, boðið áhorfendum inn á íslenskt vísitöluheimili, inn í Iðnó, í ferðalag út í heim og nú er það himingeimurinn sem bíður.

Áhöfn á geimstöð við Plútó hefur tapað sambandi við jörðina og geimskipið sem átti að ná í hópinn hefur ekki skilað sér. Þau eru strand í geimnum, algjörlega hjálparlaus. Eitthvað skelfilegt virðist hafa átt sér stað á jörðinni. Áratugir eru síðan síðasta tréð féll, allt dýralíf er horfið og mannkynið á flótta undan náttúruöflunum. En flóttinn leysir þau ekki undan hryllingnum því eitthvað skelfilegt er í þann mund að eiga sér stað á geimstöðinni.

Þýðing Jóns Atla einstaklega fín

Alistair McDowall er hluti kynslóðar ungra breskra karlmanna, Jack Thorne og Duncan Macmillan þar á meðal, sem skrifa ágætis texta og margir þeirra ratað á íslenskt leiksvið á nýliðnum leikárum. Gallinn er sá að oftar en ekki virðast höfundarverk þeirra eiga betur heima á skjá eða hvíta tjaldinu fremur en leiksviði. Handverkið er ágætt, samtölin stundum smellin og síðasta senan lögð upp til að setja framvinduna í nýtt samhengi en þessi verk skortir slagkraft leikhússins, nándina og ögrunina. Þýðing Jóns Atla Jónassonar er einstaklega fín, skörp og situr vel í munni leikaranna. Nýtt leikrit úr hans ranni má endilega rata á leiksvið fljótlega.  

Hugarfóstur eða er eitthvað þarna úti?

McDowall er yngstur af þessum hóp en X vekur minningar af eldri og betri verkum sem fjalla um hættur tækninnar, eyðileggingu náttúrunnar, tímaleysi og óttann við okkur sjálf, frekar en að slá nýjan tón. Þar má helst nefna kvikmyndina Event Horizon frá 1997 en líka leikrit Caryl Churchill. Einnig má finna stef úr Solaris, Sunshine og Alien svo nokkur dæmi séu nefnd. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að kynna áhöfnina til sögunnar, áhyggjuefni þeirra og fortíð, umbreytist andrúmsloftið þegar kemur í ljós að skipsklukkan sýnir ekki réttan tíma. Tíminn verður afstæður, einangrun áhafnarinnar áþreifanlegri, raunveruleikinn byrjar að molna undan þeim og hryllingurinn tekur við. En er ógnin hugarfóstur áhafnarinnar eða er eitthvað þarna úti? Óræðni litar X en í stað þess að vekja áleitnar spurningar er verkið þokukennt og óljóst.  

„Óræðni litar X en í stað þess að vekja áleitnar spurningar er verkið þokukennt og óljóst“

Vaxandi örvænting og sprengikraftur

Leikhópurinn leysir verkefnið ágætlega undir leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Mest mæðir á Sólveigu Arnarsdóttur í hlutverki Gildu sem virðist hafa harm að geyma. Sólveig fangar laglega vaxandi örvæntingu Gildu en líka hverdagslegu hliðarnar, tilfinningalegum hápunkti nær hún þegar mannleg tengsl raungerast undir lok verksins. Björn Stefánsson kemur með bráðnauðsynlegan sprengikraft og orku inn í X í hlutverki ólíkindatólsins Clark. Hann kjamsar á hlutverkinu en gætir þess að detta ekki í klisjur. Andstæða Clarks er kafteinninn Ray, leikinn af Bergi Þór Ingólfssyni, sem hverfur æ meira inn í sjálfan sig eftir því sem dvölin lengist. Hlutverkinu skilar Bergur Þór af næmni en við kynnumst Ray lítið. Sveinn Ólafur Gunnarsson hefur enn þá minna að gera sem Cole, karakter sem höfundur virðist hafa potað inn eftir bakþanka. Svo er það óskrifaða blað áhafnarinnar, Mattie, leikin af Þórunni Örnu Kristjánsdóttur með kímni og hið ósagða að leiðarljósi. Einhver hætta fylgir henni sem Þórunn Arna kemur vel til skila en í heildina er Mattie óskilmerkur karakter. Kría Valgerður Vignisdóttir stígur sín fyrstu skref á leiksviði í dulmögnuðu og eftirminnilegu hlutverki sem betra er að tala sem minnst um til að spilla ekki fyrir.

Þarf að eiga við leikrit sem er ekki upp á marga fiska

Listræn nálgun er fremur köflótt. Eins og áður kom fram stýrir Una leikhópnum af festu en þarf að eiga við leikrit sem er ekki upp á marga fiska. Heildarmynd sýningarinnar takmarkast af þeirri ákvörðun að negla framvinduna niður á einn stað, nánast eins og geimsápuóperu. Sigríður Sunna Reynisdóttir er hæfileikaríkur hönnuður en nær takmörkuðu flugi hér. Fyrir utan gluggann inn í svartnættið, sem er eintaklega sterk táknmynd, þá svipar leikmyndinni og búningunum til eldri Star Trek-sjónvarpsþátta, ekki á góðan hátt. Lýsing Fjölnis Gíslasonar er aftur á móti með afbrigðum góð, lifandi og litrík en með drungalegu yfirbragði á vel völdum stöðum. Þorbjörn Steingrímsson semur tónlistina og hljóðmyndina af kostgæfni, þá eru það helst gruggugu umhverfishljóðin sem láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds frekar en þegar öllu er skellt í botn. Ónotin eru áhrifamest þegar eitthvað er gefið í skyn, ekki þegar þau eru kreist fram með látum.

Þegar öllu er á botninn hvolft er X um allt og ekki neitt. McDowall reiðir sig á höfundarbrögð sem eima stundum af brellum frekar en raunverulegri persónusköpun. Hugmyndavinnan er áhugaverð á köflum en hvorki höfundur né listræna teymið kemur með eitthvað nýtt að borðinu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu