Ísland stendur frammi fyrir „risavöxnum“ áskorunum vegna mikillar fjölgunar innflytjenda – einnar hröðustu innan OECD á síðustu árum, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. En það er líka til mikils að vinna.
„Við eigum að vera stolt af því að vera fjölmenningarsamfélag. Þetta er fólk sem gefur mikið til samfélagsins – bæði í formi vinnu, menningar og mögulega mismunandi viðhorfa til lífsins sem ég held að sé okkur öllum hollt að horfa til,“ segir ráðherrann.
Hann telur að umræðan um útlendinga á Íslandi snúi að of miklu leyti að flóttafólki og hælisleitendum á meðan sá hópur telur einungis 10 prósent af innflytjendum landsins.
„Oft og tíðum er mjög neikvæð umræða gagnvart þessum hópi sem er mjög viðkvæmur, hvort sem fólk fær hér vernd eða ekki. Þetta hefur síðan almennt mjög neikvæð áhrif á umræðu um útlendinga á Íslandi, sama hvaðan fólk kemur,“ segir Guðmundur Ingi sem telur að samfélagið …
Athugasemdir