Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Húðkremsnotkun ungra stúlkna veldur áhyggjum

Sænskt fyr­ir­tæki sem rek­ur 400 apó­tek í heima­land­inu hef­ur lagt bann við að ung­menni yngri en 15 ára geti keypt til­tekn­ar húð­vör­ur sem ætl­að­ar eru eldra fólki. Húð­sjúk­dóma­lækn­ar vara við sí­auk­inni notk­un ungra stúlkna á slík­um vör­um.

Fyrir tveimur vikum tilkynnti sænska lyfsölufyrirtækið Apotek Hjärtat að tilteknar ólyfseðilsskyldar húðvörur verði framvegis ekki seldar ungmennum undir 15 ára aldri. Apotek Hjärtat er stærsta einkarekna fyrirtæki á sínu sviði í Svíþjóð með nær þriðjungs hlutdeild á markaðnum. Apótek nútímans eru mjög breytt frá því sem áður var, þótt sala á lyfjum sé enn stór þáttur í starfseminni verða alls kyns snyrtivörur sífellt fyrirferðarmeiri, apótek er ekki lengur bara lyfjabúð.

„Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.“

Tilkynning Apotek Hjärtat hefur vakið mikla athygli og lyfsölufyrirtækið Apoteket AB, sem er í eigu sænska ríkisins og með svipaða markaðshlutdeild og Apotek Hjärtat, íhugar að fara sömu leið. Sænski húð- og snyrtivöruframleiðandinn Mantle hefur tilkynnt að einstaklingar yngri en 18 ára geti framvegis ekki keyptar tilteknar vörur sem fyrirtækið framleiðir.

Húðsjúkdómalæknar hafa áhyggjur

Fyrr á þessu ári birtist á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, löng umfjöllun um aukna notkun og áhuga ungra stúlkna á húðvörum, einkum andlitskremi.  Í viðtölum við ungar stúlkur og foreldra þeirra kom fram að margar stúlkur finna fyrir þrýstingi frá vinkonum um að nota andlitskrem „til að falla inn í hópinn“. Fréttamenn BBC ræddu við eina átta ára stúlku sem sagðist hafa á vefsíðunni Tik Tok séð þekkta persónu úr tískuheiminum lýsa því hve gott tiltekið andlitskrem væri fyrir húðina.

Stúlkan, sem BBC kallaði Sadie, nauðaði í móður sinni að kaupa þetta krem en móðirin neitaði. Sadie gafst ekki upp en nokkrum dögum síðar komst móðirin að því dóttirin hafði fengið einhvern úr fjölskyldunni til að kaupa kremið, sem er ætlað fullorðnum, fyrir sig. Húð stúlkunnar varð bólótt og rauð en jafnaði sig fljótlega eftir að hún hætti að nota kremið.  Móðir Sadie sagðist fylgjast vel með á snyrtivörumarkaðnum en hún hefði aldrei heyrt minnst á sumar þeirra tegunda sem dóttirin þekkti.

Tess McPherson húðsjúkdómalæknir sagði í viðtali við BBC mjög brýnt að börn og unglingar fái réttar upplýsingar um andlitskrem og húðvörur, en ekki úr auglýsingum og af vefsíðum framleiðenda.

Þekkti vörumerkin

Eins og fyrr var nefnt hefur ákvörðun Apotek Hjärtat um sölubann á tilteknum húðvörum til ungmenna undir 15 ára aldri vakið mikla athygli og opnað augu margra foreldra og forráðamanna barna. Fréttamaður danska útvarpsins, DR, ræddi við Tina Søgaard, stofnanda og núverandi stjórnarformann danska húðvöruframleiðandans Ecooking. Hún lýsti búðarferð með 10 ára stjúpdóttur sinni. Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.

Þegar Tina Søgaard las á glasið með andlitskreminu sem stúlkan vildi kaupa brá henni í brún. „Ef hún hefði borið þetta á sig hefði hún strax fengið brunasár í andlitið en það hafði hún ekki hugmynd um, fannst bara liturinn á kreminu flottur,“ sagði Tina Søgaard. Þegar hún spurði stjúpdótturina hvernig hún þekkti The Ordinary-vörurnar var svarið að hún hefði séð þær á YouTube og TikTok. Og hún hefði líka séð mörg önnur vörumerki á netinu.

Tina Søgaard vill að fyrirtæki sitt, Ecooking, banni sölu á tilteknum vörum til ungmenna og sagði í viðtalinu að málið yrði rætt á næsta stjórnarfundi. Hún sagði jafnframt að þegar hefði verið ákveðið að setja sérstaka merkingu á þær vörur fyrirtækisins sem óæskilegt er að börn og unglingar noti. Það eru einkum svonefndar AHA sýrur, BHA sýrur og A vítamín sem eru skaðleg húð ungmenna. Þessi efni er að finna í mörgum húðvörum sem sögð eru gera húðina unglegri og draga úr öldrun, eins og segir í auglýsingum.

Claus Jørgensen, verkefnastjóri hjá dönsku neytendasamtökunum, Tænk, sagði það jákvætt, í svari við fyrirspurn danska útvarpsins, að umræða um þessi mál væri komin upp á yfirborðið, eins og hann komst að orði. „Þessar umræddu húðvörur eru ætlaðar fullorðnum en þegar börn og unglingar eru hvött, á netmiðlum, til að nota þær verða seljendur og framleiðendur, og ekki síst foreldrar að vera á verði,“ sagði Claus Jørgensen.

Vill löggjöf sem banni sölu á tilteknum vörum til unglinga

Í áðurnefndu viðtali við danska útvarpið sagðist Tina Søgaard telja nauðsynlegt að danska þingið setti lög sem banni sölu á tilteknum húðvörum (yngingarkremi) til ungmenna. Ekki dugi að höfða til ábyrgðar framleiðenda og seljenda.

Slíkar hugmyndir mælast misjafnlega fyrir meðal danskra snyrtivöruseljenda og talsmaður verslanakeðjunnar Matas, sem er fyrirferðarmikil á danska markaðnum, kvaðst ekki telja löggjöf leysa vandann og ekki heldur sölubann til ungmenna. „Við hjá Matas teljum ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina áhrifaríkari leið en bannlög,“ sagði talsmaðurinn.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár