Jón Gnarr tilkynnti framboð sitt til forseta í gærkvöldi og náði tilskyldum fjölda meðmælenda á um einum og hálfum klukkutíma. Það er svipaður tími og það tók Baldur Þórhallsson að safna þeim 1.500 meðmælendum sem þarf til að geta boðið sig fram í kosningunum sem fara fram 1. júní næstkomandi. Í einu könnuninni sem gerð hefur verið nýverið á fylgi mögulegra forsetaframbjóðenda, en framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 26. apríl, var Halla Tómasdóttir eini frambjóðandinn sem mældist með umtalsvert fylgi utan Baldurs, sem tók mest til sín.
Þótt 61 frambjóðandi sé skráður á Ísland.is að safna meðmælum vegna komandi kosninga bendir margt til þess að ofangreind þrjú séu þau úr hópnum sem flestir landsmenn þýðast. Ef horft er til síðustu forsetaskipta, sem urðu 2016, þá er mynstrið í raun ekki ósvipað. Þá drógu fjórir …
En...þessi ömurlega hægri stjórn er rúin trausti og trúverðugleika svo það sé skrifað.
BjarNa á Hraunið og ...kosningar strax!