Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Markaðsvirði Alvotech lækkað um næstum 100 milljarða króna á rúmri viku

Al­votech til­kynnti ný­ver­ið um 76 millj­arða króna tap á síð­asta ári. Sam­hliða sagð­ist fé­lag­ið ætla að marg­falda veltu sína í ár. Mark­að­ur­inn hef­ur ekki tek­ið vel í þess­ar upp­lýs­ing­ar og virði Al­votech fall­ið skarpt síð­ustu daga.

Markaðsvirði Alvotech lækkað um næstum 100 milljarða króna á rúmri viku
Mikið flug Alvotech skráði sig á First North-markaðinn í júní 2022 og færði sig svo á Aðalmarkað í desember 2022. Markaðsvirði félagsins hefur vaxið ævintýralega samhliða því að fjárfestar hafa stækkað veðmál sitt á að Alvotech muni vaxa hratt þegar verðmætustu vörur þess komast á markað. Mynd: Nasdaq Iceland


Ársreikningur Alvotech vegna ársins 2023 var birtur miðvikudagskvöldið 20. mars. Hann sýndi að félagið hefði tapað 76,1 milljarði króna á því ári ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt þess. Það tap bættist við 73,3 milljarða króna tap á árinu 2022 og því hefur Alvotech samanlagt tapað 149,4 milljörðum króna á tveimur árum. Það er nálægt því að vera tvöfaldur sá kostnaður sem ríkissjóður Íslands ber af kostnaði vegna fjárútlána sem hann samþykkti að ráðast í næstu fjögur árin til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til langs tíma. Önnur leið til að líta á upphæðina er að hún myndi duga til að kaupa öll íbúðarhús í Grindavík 2,5 sinnum. 

Þrátt fyrir mikið tap ríkti bjartsýni hjá stjórnendum Alvotech þegar uppgjörið var kynnt. Félagið hafði nýverið fengið markaðsleyfi fyrir líftæknihliðstæðu Humira, sem veirð hefur eitt mesta lyf heims, í Bandaríkjunum sem kallast á Simlandi. Markaðsleyfi sem átti reyndar að vera í höfn fyrir ári síðan, og gera það að verkum að Alvotech myndi skila hagnaði á síðari hluta ársins 2023. Vegna þessa breyttu áforma þá hefur Alvotech þurft að sækja mikið nýtt hlutafé, meðan annar til íslenskra lífeyrissjóða. Félagið átti einungis 11,2 milljónir dala í lausu fé, um 1,5 milljarða króna, og 26,2 milljónir dala, um 3,6 milljarða króna, í bundnu fé um síðustu áramót. Miðað við meðaltalstap á mánuði á árinu 2023 hefði það fé ekki dugað Alvotech til að reka sig í einn mánuð.

Ætla að margfalda veltu sína í ár

Í kynningu vegna uppgjörsins kom fram að Alvotech reikni með að Simlandi komi á markað í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi 2024, en hann hefst um komandi mánaðamót og stendur út júnímánuð. Stjórnendur Alvotech reikna með að Simlandi verði eina líftæknihliðstæða Humida sem verði á markaði þar í landi fram í apríl á næsta ári, og nái því einu ári, eða tæplega því, til að koma sér fyrir sem leiðandi á þeim markaði áður en aðrir samkeppnisaðilar hefja innreið sína. 

Í kynningunni segir enn fremur að félagið reikni með því að velta þess verði 300 til 400 milljónir dala í ár, eða á bilinu 41 til 55 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Gangi þau áform eftir munu rekstrartekjur Alvotech þrefaldast eða fjórfaldast á þessu ári, miðað við það sem þær voru í fyrra. Það muni skila aðlöguðum rekstrarhagnaði – fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – upp á 50 til 150 milljónir dala á árinu 2024, eða á bilinu 6,9 til 20,6 milljörðum króna. Í kynningunni kemur einnig fram að Alovtech áformi að velta félagsins tvöfaldist milli 2024 og 2025 og geti þá náð yfir 100 milljarða króna.

Lækkað um fjóra Síma á viku

Veðmál fjárfesta nú er að það takist vel til við markaðssetningu Simlandi í Bandaríkjunum og að Alvotech nái að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til framleiðslugetu verksmiðju félagsins í Vatnsmýrinni. 

Alvotech hefur verið verðmætasta fyrirtækið í íslensku Kauphöllinni undanfarin misseri. Markaðsvirði þess við lokun markaða þann dag sem uppgjör vegna ársins 2023 var birt var um 605 milljarðar króna. Svo virðist sem fjárfestar hafi ekki tekið nægilega vel í uppgjörið né þau áform sem Alvotech kynnti um framtíðina. Markaðsvirðið hefur lækkað verulega síðastliðna viku, og er nú í 507 milljörðum króna. Það þýðir næstum 100 milljarða króna lækkun á nokkrum dögum. Það er um fjórum sinnum heildarmarkaðsvirði Símans, verðmætasta fjarskiptafyrirtækisins í íslensku Kauphöllinni, og tæplega tvisvar sinnum markaðsvirði Festis, eins stærsta smásala á Íslandi. 

Alls hefur virðið dalað um 20 prósent á einum mánuði, og þorri þeirrar lækkunar hefur komið fram á allra síðustu dögum. Þegar litið er lengra aftur, og til síðustu áramóta, lítur myndin þó betur út en virði bréfa félagsins eru rúmlega tíu prósent meira virði í dag en þá. 

Aztiq og Alvogen með yfir 70 prósent hlut

Hluthafalisti Alvotech hefur ekki verið uppfærður á heimasíðu þess frá lokum árs 2022 þrátt fyrir að miklar og augljósar breytingar hafi verið gerðar á hluthafahópnum með hlutafjáraukningum. Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok þess árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls áttu aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech á þeim tíma. 

Í ársreikningum sem birtur var í kvöld kemur fram að hlutur Aztiq hafi verið 37,9 prósent og hlutur Alvogen 33,7 prósent um síðustu áramót. Eftirstandandi 28,4 prósent hlutur væri í eigu ýmissa en enginn einn úr þeim hópi ætti meira en 2,4 prósent eignarhlut. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár