Ríkisbanka stýrt í gegnum hlaðvarp, Facebook-færslu og stofnun sem leggja á niður
Átök Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Helga Björk Eiríksdóttir, fær áður bankaráðs hans, eru í átökum um hvað bankinn má gera við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsràðherra, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslunnar
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ríkisbanka stýrt í gegnum hlaðvarp, Facebook-færslu og stofnun sem leggja á niður

Banki hef­ur ákveð­ið að kaupa trygg­inga­fé­lag. Banka­ráð hans tel­ur sig mega það. Kaup­in séu í sam­ræmi við eig­enda­stefnu stjórn­valda. Það tel­ur sig líka hafa upp­lýst stofn­un­ina sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um um mála­vexti, en hún kann­ast ekk­ert við það. Ráð­herr­ann sem fer svo með hluta­bréf rík­is­ins í bank­an­um birti Face­book-færslu þar sem hann lagð­ist gegn kaup­un­um og sagð­ist hafa gef­ið út yf­ir­lýs­ingu þess efn­is. Það var gert í hlað­varpi.

Landsbankinn, að mestu í eigu íslenska ríkisins, hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM á 28,6 milljarða króna af Kviku banka. Frá þessu var greint á sunnudag. Stjórnendur og bankaráð bankans telja þetta góða fjárfestingu sem muni styrkja hann og auka virði hluthafa. 

Skömmu eftir að kaupin, sem eru án fyrirvara um samþykki hluthafafundar, voru kynnt kom í ljós að sá stjórnmálamaður sem heldur á eignarhlutum í Landsbankanum, fjármála- og efnahagsráðherrann Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, var ekki par sátt við þessi kaup. Og þau virtust koma henni mjög á óvart. Hún birti Facebook-færslu á sunnudagskvöld þar sem hún sagðist hafa óskað „skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins“.

Daginn eftir, mánudaginn 18. mars, sendi Þórdís bréf á Bankasýslu ríkisins, undirstofnun ráðherrans, sem sett var á laggirnar árið 2009 til að koma …

Kjósa
62
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Afar fróðleg grein og flott yfirlit.
    Það er líka fróðlegt að renna yfir gögn vegna aðalfundar Lb, sem átti að vera í fyrradag, og eru aðgengileg á netinu, t.d.: https://arsskyrsla.landsbankinn.is/stjorn-og-skipulag/avarp-formanns-bankarads
    Formaður bankaráðs minnist í engu á viðskipti með TM, ekki heldur bankastjórinn.

    Svo má sjá að bankaráðsfólk er ekki ókunnugt tryggingageiranum og spurningar um hæfi og hagsmuni þeirra hljóta að vakna:

    Elín var stjórnarformaður TM..
    Guðrún var í stjórn Varðar og Varðar líftrygginga.
    Varamaður, Sigríður, er í tilnefningarnefnd Sjóvá.
    1
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    Þetta snerti aldrei þjóðarhagsmuni, þetta er allt hluti af tíðaranda samtímans sjálflægni og narsissisma.

    "Víða í stjórnmálum, jafnt innan ríkisstjórnar, í stjórnarandstöðu og innan viðskiptalífsins, eru uppi efasemdir hjá viðmælendum Heimildarinnar um að viðeigandi sé að Þórdís Kolbrún skipti sér af söluferlinu með bankann.

    Ekki vegna þess að hana skorti getu til þess, heldur vegna þess að bróðir hennar, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er forstjóri fjárfestingafélagsins Skeljar. Skel er næststærsti eigandi tryggingafélagsins VÍS, samkeppnisaðila TM, með 8,23 prósent eignarhlut og Ásgeir situr í stjórn VÍS. "
    1
  • KB
    Kristján Baldursson skrifaði
    Ótrúlegur farsi
    2
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Víst er það farsi, en ætti ekki að koma á óvart.
      1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Enn ein falleinkunn stjórnsýslunnar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár