Alvotech tapaði 551,7 milljónum dala, 76,1 milljarði króna, í fyrra ef miðað er við meðalgengi dals á árinu 2023. Félagið tapaði 513,6 milljónum dala, eða 73,3 milljörðum króna á meðalgengi ársins 2022, ári áður og hefur því samtals tapað vel yfir einum milljarði dala á tveimur árum. Það gerir samtals 149,4 milljarða tap á tveimur árum.
Til samanburðar var halli á rekstri ríkissjóðs í fyrra 54 milljarðar króna. Það þýðir að tap Alvotech á tveimur árum slagar upp í að vera þreföld sú upphæð, og bara í fyrra tapaði félagið 22 milljörðum krónum meira en íslenska ríkið á krefjandi ári.
Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í kvöld. Þar má einnig finna upplýsingar um lausafjárstöðu Alvotech, en félagið átti einungis 11,2 milljónir dala í lausu fé, um 1,5 milljarða króna, og 26,2 milljónir dala, um 3,6 milljarða króna, í bundnu fé um síðustu áramót. Miðað við …
Athugasemdir (1)