Alvotech tapaði 76 milljörðum en borgaði forstjóranum 209 milljónir í laun
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Alvotech tapaði 76 milljörðum en borgaði forstjóranum 209 milljónir í laun

Verð­mæt­asta fé­lag­ið í ís­lensku Kaup­höll­inni hef­ur sam­tals tap­að næst­um 150 millj­örð­um króna á tveim­ur ár­um og átti lít­ið laust fé um síð­ustu ára­mót. For­stjóri þess, Ró­bert Wessman, fékk 17,4 millj­ón­ir króna að með­al­tali í mán­að­ar­laun á ár­inu 2023.


Alvotech
tapaði 551,7 milljónum dala, 76,1 milljarði króna, í fyrra ef miðað er við meðalgengi dals á árinu 2023. Félagið tapaði 513,6 milljónum dala, eða 73,3 milljörðum króna á meðalgengi ársins 2022, ári áður og hefur því samtals tapað vel yfir einum milljarði dala á tveimur árum. Það gerir samtals 149,4 milljarða tap á tveimur árum.

Til samanburðar var halli á rekstri ríkissjóðs í fyrra 54 milljarðar króna. Það þýðir að tap Alvotech á tveimur árum slagar upp í að vera þreföld sú upphæð, og bara í fyrra tapaði félagið 22 milljörðum krónum meira en íslenska ríkið á krefjandi ári. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í kvöld. Þar má einnig finna upplýsingar um lausafjárstöðu Alvotech, en félagið átti einungis 11,2 milljónir dala í lausu fé, um 1,5 milljarða króna, og 26,2 milljónir dala, um 3,6 milljarða króna, í bundnu fé um síðustu áramót. Miðað við …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Andrésson skrifaði
    Er ekki líklegt sð Teva yfirtaki Alvotech um leið og sér til lands á Bandaríkjamarkaði, sbr. Actavis?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár