Þessa dagana tínast inn tilkynningar um forsetaframboð, en eftirmaður Guðna Th. Jóhannessonar á forsetastóli verður kosinn af þjóðinni í beinni kosningu þann 1. júní næstkomandi. Eftir að Guðni lýsti því yfir í nýársávarpi sínu að hann væri að hætta varð fljótt ljóst að ýmsir væru að skoða sín mál. Þorri þeirra sem þegar hafa lýst yfir framboði eru þó þess eðlis að litlar líkur eru taldar á því að þau muni hljóta brautargengi að óbreyttu.
Um liðna helgi varð þó breyting þar á þegar Halla Tómasdóttir, sem varð í öðru sæti í forsetakosningunum 2016 á eftir Guðna með 27,9 prósent atkvæða, eftir að hafa mælst með um tvö prósent fylgi í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar. Hún ætlar að taka aðra umferð nú átta árum síðar.
Þá mun Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, taka ákvörðun í …
Athugasemdir