Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti

Stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins skrif­aði und­ir kjara­samn­ing í nótt. Launa­hækk­an­ir eru þær sömu og hjá breið­fylk­ing­unni en sátt náð­ist um að vísa deilu þeirra sem starfa við far­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli í ferli hjá rík­is­sátta­semj­ara sem þarf að vera lok­ið fyr­ir 20. des­em­ber.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti
Var einn eftir Af stóru stéttarfélögunum á almenna vinnumarkaðinum þá var það stærsta, VR, það eina sem átti eftir að semja. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Mynd: Golli

Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga rétt eftir miðnætti í nótt. Samningurinn er, líkt og sá sem breiðfylking stéttarfélaga sem VR tilheyrði eitt sinn, en gekk svo úr, undirritaði fyrir viku til fjögurra ára. Samningurinn sem var undirritaður byggir á innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram og deiluaðilar samþykktu. Launahækkanir verða þær sömu og aðrir hafa samið um, 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent næstu þrjú árin. 

Greint er frá undirrituninni á vef RÚV og þar er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, að samningurinn sé ásættanlegur miðað við aðstæður en málinu sé þó ekki að öllu leyti lokið. Enn á eftir að semja um kjör þeirra félagsmanna VR sem starfa við farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli sem boðað höfðu verkfall. Á vef RÚV segir Ragnar að í kjarasamningnum sé bókun um að unnið verði að breytingu á því vaktafyrirkomulagi með ríkissáttasemjara. Þeirri vinnu þarf að vera lokið fyrir 20. desember næstkomandi. Miðað við þær upplýsingar hefur verkfalli umræddra starfsmanna verið aflýst.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra þeirra, að það sé afar ánægjulegt að semja um stöðugleika og ná sátt við eitt stærsta stéttarfélag á almennum vinnumarkaði  í dag. „Það skapar óneitanlega skriðþunga fyrir það sem á eftir kemur, þar sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir raunverulegu tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. Við sjáum samtakamáttinn þegar fjölmörg fyrirtæki stíga fram og sýna stuðning við markmið samninganna í verki og þegar ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til þess að draga úr gjaldskrárhækkunum.“

Búið að semja við stærstan hluta almenna markaðarins

Þar með er búið að semja við stærstan hluta almenna vinnumarkaðarins. Kjarasamningar til fjögurra ára, sem kallast „Stöðugleika- og velferðarsamningarnir“, voru undirritaðir fyrir viku síðan. Að þeim standa Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði: Efling, Starfsgreinasambandið og Samiðn ásamt Samtökum atvinnulífsins. 

Í þeim samningunum var samið um hóflegar launahækkanir þar sem laun munu hækka árlega um að lágmarki um 23.750 krónur og svo áfram í hlutfalli við það upp launaflokka. Þær munu gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum. Almennt verður launahækkunin 3,25 prósent í ár, 2024, en svo 3,5 prósent næstu þrjú ár. 

Í samningunum eru forsenduákvæði sem segja til um að samningarnir verða endurskoðaðir tvívegis á samningstímanum með tilliti til þróun verðbólgu. Það þýðir að ef verðbólga verður yfir ákveðnu marki á endurskoðunardögunum, sem eru 1. september 2025 og 2026, þá verður hægt að fara fram á endurskoðun kjarasamninga. 

Laun fólks sem starfar við ræstingar hækka umfram önnur. Samið var um að ræsting sem starf fari úr sex í átta launaflokka á meðan að framkvæmd er hæfnigreining á störfum í greininni. Svokallaður ræstingarauki upp á 19 þúsund krónur mun greiðast mánaðarlega ofan á kauptaxta með vísun í sérstakar vinnuaðstæður ræstingarfólks. 

Þá var samið um hækkun á desember- og orlofsuppbót, breytingar á fyrirkomulagi álagsgreiðslna hjá verkafólki í ferðaþjónustu og að vaktaálag hjá vaktavinnufólki verði greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að fullum vinnuskilum. 

Rafiðnaðarsam­band Íslands, Mat­vís, VM og Grafía hafa skrifuðu svo und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á laugardag.

80 milljarða pakki á borðið

Til að liðka fyrir gerð samninganna hafa ríkið og sveitarfélög lofað að koma að borðinu með stóra pakka. Ríkið metur sína aðkomu á 80 milljarða króna á samningstímanum. Um er að ræða margháttaðar aðgerðir. Fríar skólamáltíðir, hærri fæðingarorlofsgreiðslur, hækkun barnabóta, sérstakur vaxtastuðningur, aukinn stuðningur við leigjendur og hóflegar gjaldskrárhækkanir. Allt á þetta að ná tvíþættum árangri: að tryggja skjólstæðingum stéttarfélaganna kjarabætur umfram þær hóflegu launahækkanir sem samið hefur verið um og stuðla að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. 

Þar mun reyna á fyrirtækin í landinu sem, í skiptum fyrir hóflegar launahækkanir til starfsmanna sinna, þurfa að leggja sín lóð á vogaskálarnar við að halda aftur af verðhækkunum. 

Enn á eftir að ganga frá samningum við opinbera starfsmenn og minnihluta almenna vinnumarkaðarins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu