Ellefu atriði léku á öðru undanúrslitakvöldi Músiktilrauna í ár. Ég ætla nú ekki að halda því fram að þau hafi öll átt skilið að komast í úrslit en næstum því samt. Það er eiginlega algjörlega sturlað hvað það er hár standard á Músiktilraunum í ár. Oft hefur verið ríkjandi einhver ein tónlistarstefna sem margar sveitir hafa verið að leika sér með en í ár er ekki svo. Það ríkir frelsi og endalausir möguleikar, en spéhræðsla virðist vera eitthvað hugtak sem heyrir sögunni til. Flest virðast vera sæmilega meðvituð um hvað búið er að gera og eru að reyna að blanda því öllu saman og skapa eitthvað nýtt. Alvöru tónlistartilraunir er það sem sérhver tónlistarnörd þráir og óskir mínar virðast að minnsta kosti vera að rætast núna.
Eiginlega algjörlega sturlað hvað það er hár standard á Músiktilraunum í ár.
Fyrsta band á svið, Peace of men frá Hafnarfirði, tilkynntu meira að …
Athugasemdir