Skringilega einkenndist upplifun Bashar Murad af því að stíga á stóra sviðið á laugardaginn af friði og ró. Hann fann fyrir þakklæti að standa á þessu sviði „í samhengi þjóðarmorðsins sem á sér stað heima“. Hann kemur frá Palestínu.
Íslendingar fréttu snemma af þátttöku hans, þegar því var lekið að palestínskur flytjandi myndi taka þátt í Söngvakeppninni, áður en þáttakendur voru kynntir til leiks.
Hann var rólegur á sviðinu, því hann vissi að hann væri að nota „tólin sem alheimurinn gaf mér til að segja eitthvað mikilvægt“. Röddina og tónlistina. „Að geta gert þetta einmitt núna, í þessu samhengi, er sturlað. Vinir mínir heima, líf þeirra er í algerri biðstöðu, enginn getur hugsað einn dag fram í tímann. Fólkið á Gaza hugsar sekúndur fram í tímann.“
Hann upplifði frið því hann var þess fullviss að hann og teymið á bak við hann höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð. …
Enn þarf að endurtaka að Eurovision, sem tekur inn þjóðir frá ýmsum heimshornum, ætti að breyta um nafn og kallast VISION - sem samaeini allar þjóðir í hlutleysi og söng.
Ef ekki, þá hætta þessum ......