Stjórnarformenn skráðra félaga eru líka ágætlega launaðir, og þeir hækkuðu nær allir í launum í fyrra. Nánar tiltekið hækkuðu laun 15 þeirra sem stýra stjórnum félaga sem hafa þegar skilað ársreikningi, laun þriggja lækkuðu og laun tveggja stóðu í stað.
Alls fengu þeir sem stýra stjórnum félaganna 20 um 267 milljónir króna greiddar fyrir störf sín á síðasta ári. Úr þeirra hópi hafði Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel, mest upp úr krafsinu, eða 27,7 milljónir króna, sem gera um 2,3 milljónir króna á mánuði.
26,5 m
Tveir aðrir náðu því að klífa 20 milljón króna múrinn og komu þeir báðir úr fjármálageiranum. Annars vegar er um að ræða Brynjólf Bjarnason, sem verið hefur stjórnarformaður Arion banka undanfarin ár en mun hætta …
Athugasemdir (1)