Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sex í gæsluvarðhald eftir aðgerðir lögreglu í gær

Sex voru hand­tek­in eft­ir um­fangs­mikl­ar að­gerð­ir lög­regl­unn­ar í gær. Far­ið verð­ur fram á að þau sæti viku­löngu gæslu­varð­haldi á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Sex í gæsluvarðhald eftir aðgerðir lögreglu í gær
Pho Vietnam lokaður Húsleitir voru gerðar á fjölda staða í eigu Davíðs Viðarssonar í gær. Mynd: Golli

Vikulangs gæsluvarðhalds verður krafist yfir þremur körlum og þremur konum eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í gær. Er þetta á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni aðgerða lögreglu í gær voru rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.

Aðgerðir þessar fóru fram bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og stóðu yfir í allan gærdag. Á annað hundrað tóku þátt í þeim, þar af um 80 starfsmenn lögreglu og fjöldi starfsfólks stofnana og félagasamtaka. 

25 húsleitir voru framkvæmdar. Grunsemdir eru uppi um að talsverður fjöldi fólks hafi orðið fyrir mansali. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár