Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
Ásmundur Einar Daðason „Áskoranirnar eru að verða fjölbreyttari. Það er mjög sterkt ákall um hvernig við eigum að takast á við þessa breyttu stöðu. Við viljum að skólakerfið okkar sé þannig að það taki utan um alla.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum að sjá miklar breytingar á Íslensku samfélagi sem eru að endurspeglast í Íslensku skólakerfi,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í vikunni lagði hann inn frumvarp um inngildandi menntun og er það nú í samráðsgátt. Inngildandi menntun er skilgreint sem „starfshættir þar sem gert er ráð fyrir margbreytileika, til að mynda þegar kemur að námslegum, félagslegum og þroskatengdum þörfum barna og ungmenna.“

Á inngildandi menntun að fela í sér meðal annars að skipulag kennslu verði heildstæð. Eiga stuðningsúrræði barna í skóla- og frístundastarfi að verða eftir eðli og umfangi þarfa hvers barns og ungmennis. Það á að byggja á meðal annars þverfaglegri teymisvinnu og símati. 

Fjölbreyttar áskoranir

„Áskoranirnar eru að verða fjölbreyttari. Það er mjög sterkt ákall um hvernig við eigum að takast á við þessa breyttu stöðu. Við viljum að skólakerfið okkar sé þannig að það taki utan um alla.“ Sagði hann að skólaumhverfið sé að breytast og nefnir þar meðal annars aukinn fjölda barna með erlenda og tungumála bakgrunn. Með þessu frumvarpi eiga allir að fá jöfn tækifæri og möguleika til að rækta sína styrkleika. 

„Þegar að við tölum um skólann, menntun og menntastofnunina þá erum við í rauninni með þessu frumvarpi að segja og viðurkenna að það sé rétt að það þarf að koma sterkara inn í Íslenska skóla.“ Vill Ásmundur Einar að verkferlar verði rammaðir inn til að það sé ljóst hvað þurfi að vera til staðar til að tryggja þessa inngildandi menntun svo allir njóti sín í náminu og að þörfum hvers og eins verði mætt. 

Í frumvarpinu kemur fram að ef skólar telja þörf á inngildandi menntun fyrir nemanda sinn eiga þeir að gera skriflega einstaklingsáætlun um inngildandi menntun fyrir barnið eða ungmennið. Á hún að vera gerð í samvinnu við foreldra og nemandann. Í kjölfarið á að vera gerð sér einstaklingsnámskrá sem veitir yfirsýn yfir styrkleika, þarfir og námstengd markmið nemandans. Á það að stuðla að því að nemandanum verði veitt nám og kennsla við hæfi sem mæti þeirra þörfum. „Þetta mun líka koma inn í framhaldsskólana, þar sem hefur ekki verið lögbundin skólaþjónusta eins og á leik- og grunnskólastigi.“

Ytri skólaþjónusta

Ef frumvarpið verður samþykkt fá skólarnir ytri skólaþjónustu sem í dag þekkist sem skólaþjónusta. Það er þjónusta sem skólinn sjálfur fær. Í dag sjá sveitarfélögin um að veita þessa þjónustu með breytilegum hætti. „Þessi þjónusta hefur aldrei verið skilgreind eða lögfest fyrir framhaldsskólana. Undir þetta fellur kennsluráðgjöf, öll starfstengd leiðsögn, ráðgjöf vegna breytilegs hóp barna, fjölbreyttar þarfir barna í frístundastarfi.“ Sagði Ásmundur Einar að ytri skólaþjónustan við framhaldsskólana sé í dag rekin af ríkinu. „Hugsunin er að það flytji yfir til Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Sveitarfélögin sjálf séu síðan með þjónustuna innanborðs hjá sér.“

Mun Miðstöð menntunar og skólaþjónustu veita stuðning yfir landið við skólaþjónustu og inngildandi menntun á öllum skólastigum landsins. Verður það hlutverk hennar að styðja við og samhæfa fagleg vinnubrögð skólaþjónustu skólanna á ýmsan hátt. Miðstöðin mun veita og þróa fræðslu og lausnir sem snúa að skólunum, bæði innri og ytri þjónustu hennar. 

Ráðuneytið mun hafa eftirlit með skólaþjónustunni. Það mun taka við kvörtunum frá foreldrum og nemendunum sjálfum. Ef sveitarfélögin uppfylla ekki þær kröfur sem snúa að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um ytri skólaþjónustu sem ráðuneytið gerir, gefur ráðuneytið sveitarfélaginu kost á úrbótum í málinu innan tiltekins tíma. Verði sveitarfélagið ekki við kröfu ráðuneytisins um úrbætur verður ráðherra heimilt að taka ákvörðun með Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um að veita sveitarfélaginu ytri skólaþjónustu gegn gjaldi. 

Eru skólarnir tilbúnir í þessa breytingu?

Spurður hvort að skólarnir séu tilbúnir í þessar breytingar sagði Ásmundur Einar að víða sé skólar komnir býsna langt en að það sé breytilegt eftir skólum. „Við erum að sjá sveitarfélög sem eru að gera frábæra hluti en við erum kannski ekki að sjá neina heildstæða nálgun á það.“ Sagði hann að hugsunin með frumvarpinu sé að skólarnir séu ekki með þennan breytileika milli skóla með aukinni samhæfingu. „Oft á tíðum eru það ekki endilega dýrustu og þyngstu lausnirnar sem þarf ef við náum að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálgun á viðfangsefnið en líka með því að aðlagast því sem við erum að gera.“

„Lykilatriði í þessu frumvarpi er að þetta frumvarp er ekki að fara að breyta neinu eftir þrjá mánuði. Við erum að tala um grundvallar breytingu á því hvernig við nálgumst þessa hluti. Við munum þurfa að koma að því og innleiða það í sameiningu. Þá eigum við að geta komið með skólakerfi sem bæði nýtur þjónustu úr ólíkum áttum til að takast á við áskoranirnar en hefur líka tækin og tólin til þess að aðlaga skólann að styrkleikum hvers og eins og snúa í rauninni áskorunum í styrkleika.“

Ásmundur segir frumvarpið vera lykilatriði í að stytta biðlista barna að þjónustu. Hann vill að kerfið stígi inn „áður en vandi verður vandi.“ Eigi skólinn að fá þau verkfæri sem þarf til að geta gripið inn fyrr hjá nemendum og þannig dregið úr þörfinni á þyngri þjónustu seinna. „Þetta er bara forvarnar og fyrirbyggjandi hugsun.“ Þannig væri hægt að draga úr sérkennslu kostnaði og biðlistar eftir greiningu ættu að styttast. 

Sagði Ásmundur frá verkefninu hundur í skóla sem Fossvogsskóli hefur verið að prófa. Þar hafa þau þjálfað hund sem er notaður í sérkennslu. Voru þau með barn sem var komið með mikinn kvíða og skólaforðun. Lausnin þar var að barnið fékk að byrja daginn á því að spjalla við hundinn. „Þar með var búið að brjóta ísinn. Þetta er bara svona dæmi um verkfæri sem hægt er að búa til og aðstoða skólann til þess að lenda ekki á biðlista eftir þriðja stigs þjónustu í heilbrigðiskerfinu.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár