„Ég hef unnið að því að reyna að bjarga villta laxinum í heiminum í mjög mörg ár. Ég hef verið fluguveiðimaður í næstum því 80 ár og hef veitt á Íslandi, Rússlandi, Kanada og víðar. Ég elska laxinn og það er hluti af markmiðum Patagonia að leggja okkar af mörkum til að reyna að bjarga jörðinni og öllu sem tilheyrir henni,“ segir Yvon Chouinard, stofnandi bandaríska fatafyrirtækisins Patagonia, aðspurður um heimildaþátt um sjókvíaeldi á Íslandi sem fyrirtækið gerði og frumsýndi í byrjun febrúar. Yvon veitti Heimildinni viðtal í kjölfarið á frumsýningunni, til að setja gerð myndarinnar í samhengi.
Yvon er orðinn 85 ára gamall og hefur komið reglulega til Íslands frá árinu 1958, þegar hann var rúmlega tvítugur. „Sjókvíaeldið á Íslandi er næsti rökrétti staðurinn til að berjast á. Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það,“ segir hann um baráttuna gegn sjókvíaeldinu í heiminum. …
Athugasemdir