„Hún varð svo hrædd. Hún segist aldrei ætla aftur í strætó,“ segir móðir unglingsstúlku sem varð fyrir alvarlegum hótunum um gróft ofbeldi þegar hún var að taka strætó heim til sín úr Kringlunni.
Það var síðdegis laugardaginn 10. febrúar sem stúlkan tók strætó númer 13 úr Kringlunni með vinkonu sinni. Þegar þær voru komnar inn í vagninn mættu þær hópi stráka, sex talsins, sem spurði þær um símanúmer og hvort þær vildu verða kærustur þeirra. Stelpurnar reyndi að láta sem þær heyrðu ekki í strákunum, fóru að tala saman og hlæja. Strákarnir töluðu ensku og spurði einn þeirra hvort þær væru að hlæja að þeim því þeir væru „dark“ eða hörundsdökkir. Áfram reyndu stelpurnar að veita þeim enga athygli en önnur þeirra er sjálf dökk á hörund.
Taldi sig vera örugga
Þegar kom að stoppistöð annarrar stúlkunnar spurði hún vinkonu sína hvort hún vildi ekki bara koma með út þó …
Lika slæmt hvad þessi strakar koma illu ordi a adra sem koma fra sama landi sem eru godir. Bitna a svo mörgum ödrum ut af þeim. Þessvegna segir eg alltaf a ekki lata bitna a heilli þjod ut fra hegdun sumar. Enn ma alveg reka þessar ur landi ef þeir skilja ekki ad svona kemur madur ekki fram vid adra og hota, þa geta bara fari burt ur landi.
Ég styd flotta og hælisleitendu og þad mun ekki breytast enn eg styd ekki þa sem koma hingar og brjota af ser eins og þessi strakar gerdu gagnvart stelpunni.