Mikið hefur verið fjallað um palestínska ríkisborgara sem hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en eru fastir á Gaza. „Flest en ekki öll þeirra 128 sem hafa fengið samþykkt dvalarleyfi eru stödd á Gaza,“ sagði í svari frá Útlendingastofnun.
En þessir 128 einstaklingar eru þó ekki þeir einu sem fastir eru á Gaza en eiga ættingja á Íslandi. Þessi tala segir alls ekki alla söguna um palstínskt fólk á Íslandi sem bíður í von og ótta eftir fréttum af fjölskyldunni. Fleiri bíða enn eftir svari frá Útlendingastofnun við því hvort fjölskyldumeðlimir þeirra fái dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Ahmed
Ahmed Omran er 16 ára palestínskur strákur sem kom til Íslands sem fygldarlaust barn í mars á síðasta ári. Móðir hans er háskólakennari og faðir hans er sóttvarnarlæknir fyrir heilbrigðisráðuneytið á Gaza, Haitham Omran. „Núna er það mikilvægasta að halda lífi,“ segir Haitham, sem …
Athugasemdir