Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Máttur morgunhananna

Til­hugs­un­in um að stilla vekj­ara­klukk­una klukk­an 5:00 er kannski ekki heill­andi. En ávinn­ing­ur­inn get­ur ver­ið stór­kost­leg­ur. Það segja að minnsta kosti morg­un­han­arn­ir. Hreyf­ing, hug­leiðsla og smá sjálfs­rækt geta gert gæfumun­inn. „Trikk­ið er að fara á fæt­ur áð­ur en haus­inn fer að segja þér eitt­hvað ann­að,“ seg­ir morg­un­han­inn Dag­björt Rún­ars­dótt­ir.

„Sigraðu morguninn – Lyftu upp lífinu“

Þannig hljóðar undirtitill sjálfshjálparbókarinnar The 5 AM Club. Bókin hefur ekki verið gefin út á íslensku en gæti útlagst sem „Morgunhanaklúbburinn“. Í bókinni, sem er skólabókardæmi um sjálfshjálparbók, leiðir höfundurinn, Robert Sharma, lesendur í gegnum það sem hann kallar „byltingarkennda morgunrútínu“ sem hann hefur þróað í meira en tvo áratugi.

Sharma er lýst sem „goðsagnakenndum leiðtoga og framúrskarandi frammistöðusérfræðingi“, það munar ekki um minna. En hvað sem því líður þá eru skilaboð hans einföld: Með því að vakna fyrr, helst klukkan fimm, munt þú auka lífsgæði þín og hamingju á þessum flóknu tímum sem heimurinn er í dag. 

Þegar Sharma kynnti þessa hugmyndafræði, fyrir rúmum 20 árum, fólst það í að vakna fyrr, helst klukkan fimm, og einblína á eigin vellíðan. Þannig á fjölskyldufólk að vakna að minnsta kosti klukkutíma á undan öðrum á heimilinu og skipta tímanum í þrennt: 20 mínútur …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár