„Sigraðu morguninn – Lyftu upp lífinu“
Þannig hljóðar undirtitill sjálfshjálparbókarinnar The 5 AM Club. Bókin hefur ekki verið gefin út á íslensku en gæti útlagst sem „Morgunhanaklúbburinn“. Í bókinni, sem er skólabókardæmi um sjálfshjálparbók, leiðir höfundurinn, Robert Sharma, lesendur í gegnum það sem hann kallar „byltingarkennda morgunrútínu“ sem hann hefur þróað í meira en tvo áratugi.
Sharma er lýst sem „goðsagnakenndum leiðtoga og framúrskarandi frammistöðusérfræðingi“, það munar ekki um minna. En hvað sem því líður þá eru skilaboð hans einföld: Með því að vakna fyrr, helst klukkan fimm, munt þú auka lífsgæði þín og hamingju á þessum flóknu tímum sem heimurinn er í dag.
Þegar Sharma kynnti þessa hugmyndafræði, fyrir rúmum 20 árum, fólst það í að vakna fyrr, helst klukkan fimm, og einblína á eigin vellíðan. Þannig á fjölskyldufólk að vakna að minnsta kosti klukkutíma á undan öðrum á heimilinu og skipta tímanum í þrennt: 20 mínútur …
Athugasemdir