Tegund stafræns kynferðisofbeldis veltur mest á því hvernig samband þolandi og gerandi eiga. Ef þeir þekkjast og eiga jafnvel náið eða rómantískt samband er líklegast að ofbeldið taki á sig mynd hótana eða þess að gerandinn dreifi nektarmyndum án samþykkis þolanda. Sé um kynferðislega áreitni s.s. sendingu typpamynda að ræða er líklegra að gerandi þekki þolanda lítið eða ekkert. Yfirgnæfandi meirihluti þolenda eru konur en gerendur iðulega karlar.
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Nordic Digital Rights and Equality Foundation (NORDREF). Hún var framkvæmd með það fyrir augum að varpa ljósi á gerendur sem fremja stafrænt kynferðisofbeldi. Rannsóknin var gerð á Íslandi sem og í Svíþjóð og Danmörku.
María Rún Bjarnadóttir, yfirmaður netöryggismála hjá ríkislögreglustjóra og sú sem framkvæmdi íslenska hluta rannsóknarinnar, segir það hafa komið sér mjög á óvart hve mikil …
Athugasemdir