„Vitsmunalega gerir maður sér grein fyrir því að hann sé dáinn en tilfinningalega er það meira basl,“ segir Elías Pétursson, sem alltaf er kallaður Elli, spurður hvernig sé að takast á við ástvinamissi, á þann hátt sem fjölskylda hans hefur þurft að gera síðastliðnar vikur. Alveg síðan leit var hætt að Lúlla bróður hans, sem féll ofan í djúpa sprungu í Grindavík fyrir réttum fimm vikum.
Fyrir viku var haldinn minningarathöfn um Lúðvík Pétursson, sem alltaf var kallaður Lúlli af vinum og fjölskyldu. Í fullri Langholtskirkju var Lúlla, tæplega fimmtugs föður fjögurra barna, afa, unnusta og bróður minnst. Ólíkt flestum slíkum athöfnum var engin kista við altarið í kirkjunni.
Lúlli er dáinn, um það velkist enginn lengur í vafa. En hann hefur ekki fundist. Það er eitt að missa ástvin en annað að geta ekki kvatt hann, séð hann og fylgt honum til grafar. Í því fellst lúkning, sem allt …
Athugasemdir