Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Syngjandi börn eru það fallegasta í heimi“

Alla þriðju­daga fyll­ist Frí­kirkj­an í Reykja­vík af syngj­andi börn­um sem eru það fal­leg­asta í heimi að sögn Álf­heið­ar Björg­vins­dótt­ur, of­urkór­stelpu og kór­stjóra Barnakórs­ins við Tjörn­ina. Hún legg­ur áherslu á að kenna börn­un­um virð­ingu, sam­kennd og sönggleði. „Það á að vera gam­an.“

Friður, vinátta og samkennd Álheiður Björgvinsdóttir, kórstjóri Barnakórsins við Tjörnina, kennir börnunum meira en bara söng. Hún kennir þeim að bera viðringu fyrir hvort öðru og að sýna samkennd.

„Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið,

biðja þess eins að fá að lifa eins og við.

Er ekki jörðin fyrir alla?“

Þannig ómar söngur Litla kórs, sem samanstendur af 4–6 ára börnum í Barnakórnum við Tjörnina, þegar blaðakona leit við á æfingu kórsins í vikunni. Lagið, Myndin hennar Lísu, eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, er eitt fjölmargra laga um frið, vináttu og samkennd sem kórinn æfir. 

Friður, vinátta og samkennd eru einmitt gildin sem Álfheiður Björgvinsdóttir, kórstjóri Barnakórsins við Tjörnina, hefur í hávegum í starfi kórsins. Hún stofnaði kórinn fyrir ellefu árum þegar Gunnar Gunnarsson, organisti við Fríkirkjuna, bað hana að smala í lítinn barnakór fyrir aðventukvöld í kirkjunni. Þá hafði hún sungið með Sönghópnum við Tjörnina, sem æfir í Fríkirkjunni, í eitt ár. „Hann hringdi í mig og spurði hvort ég gæti reddað einhverjum börnum að syngja. Og ég reddaði einhverjum börnum, sem voru vina- og vandabörn.“ …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár