Þorvaldur Þórðarson var á leið að eldgosinu síðdegis á fimmtudag til að meta aðstæður á vettvangi. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er hann hvergi nærri búinn að fá nóg af eldgosum. „Það verð ég aldrei,“ segir hann og viðurkennir að það sé eitt það skemmtilegasta sem hann geri að fylgjast með þeim. „Þetta er dáleiðandi. Eldgos hafa sterkt aðdráttarafl, það verður að segjast eins og er.“
Hann sagðist eiga von á því að gosinu myndi ljúka með nóttinni. „Þetta er náttúrlega tiltölulega lítið gos. Það hófst með nokkru afli og stefndi í að verða svipað og gosið þann 18. desember, en datt mjög hratt niður.“
Ekki séð þessa þróun áður
Um morguninn var virkni mest fyrir miðja gossprungu en upp úr hádegi fór að draga mjög úr virkni gossprungunnar og klukkan korter yfir eitt hætti kvika að koma þar upp. …
Athugasemdir