„Þau eru að bíða eftir ykkur. Herinn mun ráðast inn í Rafah. Ég mun missa þau. Gerið það,“ segir Sami Shaheen í samtali við Heimildina en konan hans og fimm börn eru stödd í Rafah borg, skammt frá landamærastöðinni að Egyptalandi þar sem nú rignir sprengjum. Enn hafa íslensk stjórnvöld ekki ákveðið hvort eða hvenær þau senda íslenskan fulltrúa til Egyptalands til að greiða leið um hundrað dvalarleyfishafa yfir landamærin svo þau geti sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Þrjár íslenskar konur hafa lagt leið sína til Egyptalands til að koma fólki frá Gaza og hafa nú þegar hjálpað konu og þremur sonum hennar. Þær hafa lýst því yfir að það sé þeim ómögulegt að bjarga „öllum á einu bretti“ en stjórnvöld geti það hins vegar.
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.
„Ég segi þeim að vera þolinmóð og að Ísland sé á leiðinni“
Sami Shaheen á fimm börn sem eru föst á Gaza, sá yngsti Mohammed er 4 ára. Þau eru ásamt mömmu sinni í Rafah þar sem sprengjum rignir yfir, svöng og hrædd. Sami hefur misst systur sína og börnin hennar fjögur og hefur ekki heyrt rödd foreldra sinna í 120 daga. Sami sagði við börnin sín að vera þolinmóð því einhver frá Íslandi væri á leiðinni að ná í þau en þau trúðu honum ekki.
Athugasemdir