Úkraínsk hjón hafa áhyggjur af því að verndin renni út

Úkraínsk hjón sem flúðu hing­að þeg­ar Rúss­ar fóru að ráð­ast á heima­land þeirra hafa áhyggj­ur af því að missa leyfi til dval­ar á Ís­landi eft­ir ör­fáa mán­uði. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur fram­lengt vernd fyr­ir Úkraínu­menn en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um það­an er stefnt að fram­leng­ingu „á næst­unni“.

Helen Sheptytska og Mykola Kravets voru á brúðkaupsferðalagi í Tyrklandi þegar Rússar hófu að ráðast á heimaland þeirra, Úkraínu, í febrúar 2022. Þau höfðu átt bókaðan miða heim í mars en ekkert varð úr því. 

Í áfalli fór Helen, sem er menntaður hönnuður, að senda tölvupósta á listaresedensíur og bæjarfélög víða um heim. Hún fékk bara eitt svar: Frá Grundarfirði. Með síðustu krónunum sem þau áttu tiltækar keyptu þau sér flug til Íslands.

Á Grundarfirði hafa hjónin nýbökuðu dvalið síðan og ýmist starfað þar eða á Rifi en nú eru þau áhyggjufull yfir því að tímabundin vernd sem þau, eins og á fjórða þúsund annarra Úkraínumanna fengu, sé við það að renna út, nánar tiltekið í byrjun maí.

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki framlengt 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta í kjölfar innrásar Rússlands en stefnir á að gera það „á næstunni“. Greinin var fyrst virkjuð þann 4. mars árið …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Ágústa Jóhannsdóttir skrifaði
  ??? hvað er þetta eiginlega? flott fólk sem vill vinna og vera hér. á engin orð
  0
 • SO
  Sigurður Oddgeirsson skrifaði
  Það er ekki ofsögum sagt af embættismennskunni á Íslandi (landinu kalda).
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár