Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heitavatnsþrýstingur byrjaður að falla í fyrstu húsunum í Reykjanesbæ

Unn­ið er að því að tengja nýja heita­vatns­lögn sem ligg­ur und­ir þeim stað þar sem hraun flæð­ir nú í námunda við Svartsengi. Páll Erland, for­stjóri HS Veitna, seg­ir daga geti lið­ið áð­ur en lögn­in verði tengd og far­in að dæla vatni að nýju.

Heitavatnsþrýstingur byrjaður að falla í fyrstu húsunum í Reykjanesbæ
Yfir og allt um kring Hraunið liggur ný þvert yfir heitavatnslögn sem liggur úr Svartsengi og að Fitjum, þar sem heitu vatni er miðlað til íbúa í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum. Mynd: Golli

„Það mun taka nokkra daga að tengja nýju lögnina,“ segir Páll Erland, forstjóri HS Veitna. „Það eru einhverjir þegar farnir að finna fyrir þrýstingsleysi á kerfinu. Þeir sem eru lengst frá Fitjum.“

Heitt vatn er hætt að berast í miðlunartanka sem staðsettir eru á Fitjum, þar sem hraun hefur flætt yfir og slitið í sundur heitavatnslögnina sem liggur þangað úr Svartsengi. Nokkra klukkutíma tekur fyrir birgðir í tönkunum að klárast.

„Í framhaldi af því verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum,“ útskýrir Páll. 

Þegar heitavatnið verður búið má gera ráð fyrir að hús á svæðinu kólni fljótt. Almannavarnir hafa beint því til íbúa á svæðinu að fara sparlega með heitt vatn. Páll tekur undir þær ráðleggingar. 

„Það sem íbúar geta gert er að reyna að halda varma í húsum sínum sem lengst með því að loka gluggum og nota ekki heitt vatn. Spara …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár