Hugtakið að negga kemur úr ensku – negging. Á íslensku mætti þýða það á ýmsa vegu. Til dæmis að niðra eða smætta. Niðrari væri þannig ágætis útlistun á neggara eða smættari – það rímar við það sem hugtakið stendur fyrir. Neg stendur svo fyrir neikvæðni – og negging er vissulega neikvætt.
En hvað er negging?
Segjum að þú sért náinn einhverjum en bregðir reglulega við athugasemdir sem þú veist ekki hvernig þú átt að skilja. Kannski segirðu: Mér fannst leiðinlegt að komast ekki í matarboðið til þín. Viðkomandi brosir og svarar: Það saknaði þín enginn.
Af því að viðkomandi brosir og er nú stundum meinfyndinn, þá kannski hlærðu máttleysislega en ferð svo heim og hugsar: Var þetta húmor?
Mögulega svartur – eða öllu heldur skakkur – húmor, já! En mögulega negging. Hugtak sem nær m.a. yfir tilfinningalega stjórnun og jafnvel kúgun. Þegar óræðar athugasemdir og kaldhæðni, sem getur orðið …
Athugasemdir (5)