Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Er verið að negga þig? – Húmor eða andlegt ofbeldi?

Hvað er negg­ing? Hug­tak­ið kem­ur úr ensku og er not­að til að greina at­ferli fólks við að smætta aðra. En hvenær er til dæm­is kald­hæðni húm­or og hvenær meira í ætt við and­legt of­beldi? Hug­tak­ið negg­ing er tæki sem get­ur hjálp­að til við að greina það.

Er verið að negga þig?     –      Húmor eða andlegt ofbeldi?
Tilfinningamisnotkun Með tímanum getur negg brotið niður sjálfsöryggi þitt, jafnvel breytt lífsháttum þínum og umbreyst í tilfinningamisnotkun. Mynd: Shutterstock

Hugtakið að negga kemur úr ensku – negging. Á íslensku mætti þýða það á ýmsa vegu. Til dæmis að niðra eða smætta. Niðrari væri þannig ágætis útlistun á neggara eða smættari – það rímar við það sem hugtakið stendur fyrir. Neg stendur svo fyrir neikvæðni – og negging er vissulega neikvætt.

En hvað er negging?

Segjum að þú sért náinn einhverjum en bregðir reglulega við athugasemdir sem þú veist ekki hvernig þú átt að skilja. Kannski segirðu: Mér fannst leiðinlegt að komast ekki í matarboðið til þín. Viðkomandi brosir og svarar: Það saknaði þín enginn.

Af því að viðkomandi brosir og er nú stundum meinfyndinn, þá kannski hlærðu máttleysislega en ferð svo heim og hugsar: Var þetta húmor?

Mögulega svartur – eða öllu heldur skakkur – húmor, já! En mögulega negging. Hugtak sem nær m.a. yfir tilfinningalega stjórnun og jafnvel kúgun. Þegar óræðar athugasemdir og kaldhæðni, sem getur orðið …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EVÓ
    Elín Vigdís Ólafsdóttir skrifaði
    Góð og upplýsandi umfjöllun.
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Talandi um þjóðernispopúlismann og MAGA og hvernig það niðrar nútímann, dettur mér í hug umræðan um innviði og hvernig þeir eru niðraðir þegar þjóðernispopúlistarnir tala um flóttamenn.
    0
  • Elísabet Ólafsdóttir skrifaði
    Vá hvað ég þarf að lesa þetta reglulega ♥️ Ég hef oft verið sökuð um kaldhæðni þegar ég er 100% einlæg. Vil náttúrlega ekki trúa því en gæti það verið því fólki finnst ég ábyggilega vera niðrari? Er ég niðrari? Ef svo er…Fooooookkkkk…
    3
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Frábær grein. Vekur mig til umhugsunar. Eitt af því sem ætti að vera til umfjöllunar í lífsleikni kennslu í seinni bekkjum grunnskóla.
    3
  • Hilmar Ólafsson skrifaði
    Frábær umfjöllun takk. Íslendingar eru furðu margir haldnir negghneigð. Svo jaðrar við íþrótt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár