Ráðstefna leiðtoga Evrópusambandsríkjanna hófst í dag rétt eftir klukkan tíu í morgun. Miklar væntingar og spenna voru í aðdraganda fundarins en þar átti fyrst og fremst að ræða 50 milljarði evra, um 7.415 milljarðar íslenskra króna, stuðningsgreiðslur við Úkraínu. Forsætisráðhhera Ungverjalands, Viktor Orbán, notaði neitunarvald sitt í desember og stóð þannig í vegi fyrir því að þessi stuðningur Evrópusambandsins yrði samþykktur. Í aðdraganda fundarins í dag hafa yfirvöld hinna Evrópuríkjanna fundað stíft með erindrekum Ungverja og reynt að leita allra leiða til að fá Orbán til að samþykkja stuðninginn við Úkraínu. Svartsýni var í hugum margra um þá niðurstöðu, enda hefur Orbán verið mjög hallur undir sjónarmið Rússa frá því að stríðið hófst og er almennt talinn vera bandamaður þeirra innan Evrópusambandsins.
Það kom því mjög á óvart að minna en tíu mínútum eftir að fundurinn hófst bárust fréttir af því að samkomulag hefur náðst um þessa 50 milljarði evra, …
Athugasemdir