Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Meðan hjarta mitt grætur fyrir Palestínu þá get ég ekki sungið fyrir Ísland“

Tón­list­ar­kon­an Sunna Krist­ins­dótt­ir, eða Sunny, mun ekki fara til Sví­þjóð­ar fyr­ir Ís­lands hönd skyldi hún sigra Söngv­akeppni sjón­varps­ins. Hún vill ekki keppa á móti Ísra­el­um vegna átak­anna sem nú geisa í Palestínu. Hún seg­ir stór­an hluta kepp­enda vera á sama máli og RÚV gera sitt besta til að koma til móts við þau öll.

„Meðan hjarta mitt grætur fyrir Palestínu þá get ég ekki sungið fyrir Ísland“
Keppandi „Ég vil alls ekki bregðast þeim sem myndu kjósa mig ef það er fólk sem vill að ég fari í Eurovision.“ Mynd: Hörður Sveinsson

Sunna Kristinsdóttir, eða tónlistarkonan Sunny, er einn af keppendunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Hún sendi lag sitt inn í keppnina áður en þau miklu átök sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Í ljósi þeirra hefur hún tekið þá ákvörðun að fara ekki út í Eurovision í Svíþjóð skyldi hún vinna keppnina hér heima. Ástæða ákvörðunarinnar er að Ísrael muni að öllum líkindum fá að vera með. 

„Ég vil frekar standa með samvisku minni“

„Þegar þessi þjóðernishreinsun byrjaði þá kom stór steinn í magann á mér og það breyttist úr því að hlakka til að segja frá – því það er þagnarskylda fyrst – í kvíða að þurfa að segja að ég væri með,“ segir Sunna í samtali við Heimildina. „Það er verið að reyna að útrýma Palestínumönnum. Maður er bara grátandi yfir þessu.“

Sunna segir aðstæðurnar valda henni miklum kvíða. „Ég er hrædd. En ég finn að ég …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Sunna er alltaf jafn sterk. Hún er fyrirmynd svo margra ungra stelpna sem eru að byrja sín fyrstu skref í baráttunni við kerfislæga ofbeldið hér á landi. Varðandi keppnina held ég að kjósendur séu líka á báðum áttum, því í ár þetta er einmitt ein pólitíkasta keppnin. Lögin sjálf skipta absolútt engu. Ég veit að fullt af fólki hefur tekið ákvörðun um að sniðganga öll fyrirtækin sem auglýsa og kjósa við Bahrir, burtséð frá tónlistinni.
    Muna ekki allir að Úkraína vann með ömurlegt lag? Bahrir gerir það vonandi líka sama hvernig lagið er.
    Ópólitísk keppni my ass.
    2
  • Svala Jónsdóttir skrifaði
    Gott hjá henni að láta eigin sannfæringu ráða.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár