„Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Þetta sagði í sameiginlegri yfirlýsingu formanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem birt var á vef stjórnarráðsins 19. apríl 2022. Þar sagði líka að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka fyrr en ný löggjöf, sem myndi meðal annars leggja niður Bankasýsluna, lægi fyrir.
Nú, 21 mánuði síðar, er Bankasýsla ríkisins enn starfandi þrátt fyrir að hafa ekkert eiginlegt hlutverk. Ekkert nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins liggur fyrir og þar af leiðandi hefur ekkert af 42,5 prósent eftirstandandi eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka verið seldur þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir slíkri sölu í fjárlögum og fjármálaáætlunum.
Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem Bankasýsla ríkisins heyrir undir, að frá árinu 2023 …
Athugasemdir