Bankasýslan hefur kostað 152 milljónir síðan ákveðið var að leggja hana niður
Forstjórinn Jón Gunnar Jónsson hefur verið forstjóri Bankasýslu ríkisins frá árinu 2011. Hann hefur varið söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022 og sagt hana hafa verið best heppnaða útboð Íslandssögunnar.
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bankasýslan hefur kostað 152 milljónir síðan ákveðið var að leggja hana niður

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ákváðu með yf­ir­lýs­ingu sem birt var í apríl 2022 að Banka­sýsla rík­is­ins yrði lögð nið­ur. Sam­hliða var greint frá því að ekk­ert yrði selt í rík­is­bönk­um fyrr en nýtt fyr­ir­komu­lag og ný stofn­un væri kom­in á lagg­irn­ar. Nú, 21 mán­uði síð­ar, er Banka­sýsl­an enn starf­andi.

„Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Þetta sagði í sameiginlegri yfirlýsingu formanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem birt var á vef stjórnarráðsins 19. apríl 2022. Þar sagði líka að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka fyrr en ný löggjöf, sem myndi meðal annars leggja niður Bankasýsluna, lægi fyrir. 

Nú, 21 mánuði síðar, er Bankasýsla ríkisins enn starfandi þrátt fyrir að hafa ekkert eiginlegt hlutverk. Ekkert nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins liggur fyrir og þar af leiðandi hefur ekkert af 42,5 prósent eftirstandandi eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka verið seldur þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir slíkri sölu í fjárlögum og fjármálaáætlunum. 

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem Bankasýsla ríkisins heyrir undir, að frá árinu 2023 …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu