Spilling á Íslandi aldrei mælst meiri – Nú í nítjánda sæti á lista Transparency
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Spilling á Íslandi aldrei mælst meiri – Nú í nítjánda sæti á lista Transparency

Norð­ur­lönd­in, ut­an Ís­lands, raða sér í efstu sæt­in á lista Tran­sparency In­ternati­onal yf­ir minnst spilltu lönd heims. Ís­land held­ur hins veg­ar áfram að falla nið­ur list­ann og sit­ur nú í nítj­ánda sæti hans. Fjöldi mútu­mála, einka­væð­ing Ís­lands­banka, Sam­herja­mál­ið, óreiða stjórn­mála­flokka og spillt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerfi eru nefnd sem dæmi sem dragi úr til­trú al­menn­ings á góðri stjórn­sýslu.

Ísland fellur um tvö sæti og er í því nítjánda á lista Transparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, um spill­ingu í helstu löndum heims fyrir árið 2023. List­inn, sem var birtur í morgun, virkar þannig að hvert land fær stig fyrir ákveðna þætti tengdum spill­ingu í opin­bera geir­anum og það land sem fær flest stig er talið minnst spillt sam­kvæmt spill­inga­vísi­tölu Transparency International. Stiga­kvarð­inn er frá 0 (mest spillt) upp í 100 (minnst spillt).

Ein­kunn Íslands í spill­inga­vísi­tölunni lækk­aði enn á ný á milli ára, alls um tvö stig milli ára, og er nú 72 af 100. Þegar litið er enn lengra aftur í tíma, til áranna 2005 og 2006, er fallið enn meira en þá tróndi Ísland á toppi list­ans sem minnst spillta land heims með 95 til 97 stig. Ýmsar opin­ber­anir í kjöl­far banka­hruns­ins, sem ekki voru flestum ljós­ar, orsök­uðu skarpa lækkun næstu ár og árið 2012 var ein­kunn Íslands komin niður í 82 stig. Síðan þá hefur ein­kunn Íslands lækkað á milli ára með einni und­an­tekn­ingu, þegar hún hækk­aði lít­il­lega árið 2019. Frá því Transparency fór að mæla Ísland hefur ein­kunn lands­ins aldrei verið lægri en nú.

Dan­­mörk er það land sem er minnst spillt samkvæmt vísitölunni, fær 90 af 100 stigum. Þar á eftir koma  Finn­land með 87 stig, Nýja Sjá­land með 85 stig, Noregur með 84 stig, Singapúr með 83 stig og Svíþjóð með 82 stig. Ísland er því enn eitt árið það Norð­ur­land­anna sem mælist með mesta spill­ing­u. 

Spilltasta land í heimi sam­­kvæmt list­­anum eru Sómalía með með ell­efu stig. á spill­ing­­ar­kvarð­an­­um. Þar á eftir koma Suður-Súdan, Sýr­land, Venes­ú­ela, Jemen og Norður-Kórea.

Fjöldi mútumála á Íslandi

Í tilkynningu frá Íslandsdeild Transparency International segir að á árinu 2023 hafi tæplega 20 manns verið með stöðu grunaðra vegna tilrauna til að múta á Íslandi. „Þá hafa ítrekað komið upp mál sem veikt geta tiltrú almennings á góðri stjórnsýslu. Þar má nefna einkavæðingu Íslandsbanka og málefni Samherja í Namibíu. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar vegna vinnu Auðlindarinnar okkar kemur fram að almenningur á Íslandi telur sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfið spillt. Raunar telur aðeins 1 af hverjum 6 svarenda heiðarleika einkenna íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfið. Þá einkenndist árið 2023 af óreiðu meðal stjórnarflokkanna sem getur haft áhrif á tiltrú á getu stjórnvalda til að takast á við spillingu og standa fyrir góðri stjórnsýslu.“

Heimildin fjallaði um múturannsóknir og dóma á Íslandi í greiningu sem birtist í september í fyrra. 

Í tilkynningunni segir einnig að vegna málefna Samherja er varða Namibíu og sjávarútveg telji Íslandsdeildin rétt að benda sérstaklega á stöðu Namibíu í vísitölunni. „Namibía mælist nú með 49 stig og stendur í stað frá árinu áður. Namibía hefur misst þrjú stig á síðustu fimm árum en bætt við sig einu stigi á síðastliðnum áratug. Íslandsdeild vekur athygli á því að Namibía hefur misst þrjú stig frá því að Samherjamálið hófst. Fall Íslands á sama tíma eru sex stig.“

Á vef Transparency International segir ennfremur að stundum geri þau ríki sem sitja í efri hluta listans lítið í mútumálum fyrirtækja jafnvel þótt búið sé að grípa til aðgerða í þeim í löndum sem sitja mun neðar á listanum. Þar er Samherjamálið tekið sem dæmi go sagt að í Namibíu séu fjölmargir embættismenn fyrir rétti vegna ásakana um að þiggja mútur frá íslenska fyrirtækinu Samherja. Á Íslandi hafi hins vegar enn ekki verið ákært í málinu rúmum fjórum árum eftir að það kom upp. 

Mæla spillingu í 180 löndum

Sam­tökin Transparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð beitt sér til að vinna að heil­indum í stjórn­­­mál­um, stjórn­­­sýslu og við­­skipta­­lífi í heim­in­­um. Þau eru sjálf­­stæð og óháð stjórn­­völdum og ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 lönd­­um. 

Spill­ing­­­­ar­­­­vísi­tala Transparency International er byggð á á­liti sér­­­­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­­­­­­­sýslu. Í ár eru spill­ing mæld í alls 180 lönd­um. 

Spill­ing­­­ar­­­vísi­tala Transparency International er byggð á á­liti sér­­­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­­­­­sýslu. Stofn­unin sækir upplýsingar sínar til mis­­mun­andi grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækja og hvað Ísland varðar eru not­aðar sjö gagna­­upp­­­sprett­ur á und­an­förnum árum. Um er að ræða hug­lægt mat þeirra á spill­ingu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­­­legt að þar er ­stjórn­­­­­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­­­endur til ábyrgð­­­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­­­ar, refsi­­­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­­­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­­­ar­anna.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    ALLIR VILJA SKARA ELD AÐ SINNI KÖKU BURT SEÐ FRÁ ÞVÍ HVAÐA RÁÐ ERU NOTUÐ Í ÞVÍ SKYNI ADREI BREYTIST NEITT Í HENNI VERÖLD HVAÐ ÞAÐ VARÐAR
    0
  • Er ekki örugglega gerð grein fyrir hvaða áhrif það hefur á spillingarvísitöluna á Íslandi að minnst 5 fjölmiðlamenn hafa stöðu sakborninga vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs? Í máli sem varðar að auki bæði meinta byrlun og meintan þjófnað?

    Er ekki örugglega gert grein fyrir því að nú þegar nokkrir Namibíumenn hafa setið inni í á 5. ár í sínu heimalandi, vegna meintra skattalagabrota og meints peningaþvættis, þá eru 5 manns frá íslenska héraðssaksóknaraembættinu lagðir í Víking til Namibíu? Til að skoða hvort tengsl finnist milli hinna meintu brota Namibíumannanna og meintra brota fáeinna Íslendinga sem héraðssaksóknaraembættið hefur haft með stöður sakborninga í á fjórða ár án sýnilegra tilburða til raunverulegra rannsókna.

    Kannski rýkur Ísland upp um mörg sæti á næsta ári. Líklegt er að Bjarmalandsför héraðssaksóknara ljúki með einhverskonar niðurstöðu og sömuleiðis er líklegt að lögreglan á Akureyri muni ná að fá afhent gögn sem varpa nægilegu ljósi á símamálið akureyrska. Hvorki Facebook né Google hafa nokkurn einasta áhuga á að flækjast fyrir í máli sem meðvitundarlaus maður af völdum meintrar eitrunar er miðpunktur í.

    Ingi Freyr, - má ekki vænta frá þér greinargerðar um raunverulegan þátt fyrrverandi landlæknis Íslendinga og fyrrverandi ráðherraaðstoðarmanns í Macchiarini-málinu? Þáttur þessa núverandi eftirlaunaþega og þagnargildið sem hann hefur legið í skrifast að vísu á Svíþjóð og getur þannig mögulega ýtt Svíþjóð eitthvað niður listann þó að sá barnaskapur að fela manninum ábyrgðarstörf á Íslandi eftir skandalinn skrifist á Ísland. Þú bjóst jú í Svíþjóð þegar málið komst í hámæli og hlýtur að hafa verið þar nægilega vel tengdur til að geta komist að hinu sanna og gert grein fyrir því. Dregur kannski æææ aðeins úr trúverðugleika þínum, samt, að þú ert sakborningur í öðru máli, - máli þar sem sýndi sig að sumt fólk er bara lúsheppið með líf sitt.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Að öllum líkindum var Ísland mun spilltara fyrir hrun en nú. Þjóðin var hins vegar þrælmeðvirk þá. Góðu fréttirnar eru þær, að gagnsæi hefur aukist og þolinmæði almennings fyrir sukki og spillingu minnkað, sem á væntanlega mestan þátt í falli einkunnarinnar.
    7
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Sýnist þér það með skrifum hér ? ,,Einn eða Ein " skrifar hér á eftir þér um Samherja og Namibíu mál, og er með ,,meiningar" ?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár