Mark Gunnar Roberts fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á Hólmsheiði nokkrum dögum fyrir jól. Hann var endurlífgaður og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkru síðar. „Ég get staðfest að vistmaður á Hólmsheiði hafi veikst alvarlega fyrir jól og í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Mark varð 42 ára þann 18. desember en lést þann 23. desember, á Þorláksmessu.
„Lífið var orðið allt of erfitt fyrir hann“
„Þetta er í raun og veru léttir, að hann fái hvíld frá þessum heimi. Lífið var orðið allt of erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. Hún ræðir stuttlega við blaðamann en biðst undan stærra viðtali. Segist vera orðin of gömul, og orðin afskaplega þreytt. „Ég gerði svo mikið til að berjast á sínum tíma,“ segir hún.
Móðir Marks reyndi allt sem hún gat til að fá hjálp fyrir son sinn. Hún átti á sínum tíma fund …
Athugasemdir (3)