Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.

<span>Móðir Marks heitins:</span> „Þetta er í raun og veru léttir“

Mark Gunnar Roberts fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á Hólmsheiði nokkrum dögum fyrir jól. Hann var endurlífgaður og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkru síðar. „Ég get staðfest að vistmaður á Hólmsheiði hafi veikst alvarlega fyrir jól og í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Mark varð 42 ára þann 18. desember en lést þann 23. desember, á Þorláksmessu. 

„Lífið var orðið allt of erfitt fyrir hann“
móðir Marks

„Þetta er í raun og veru léttir, að hann fái hvíld frá þessum heimi. Lífið var orðið allt of erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. Hún ræðir stuttlega við blaðamann en biðst undan stærra viðtali. Segist vera orðin of gömul, og orðin afskaplega þreytt. „Ég gerði svo mikið til að berjast á sínum tíma,“ segir hún. 

Móðir Marks reyndi allt sem hún gat til að fá hjálp fyrir son sinn. Hún átti á sínum tíma fund …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Þetta er hræðilegt! Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessu sem öðru. Hér er ekkert gert til að byggja gott samfélag. Ráðamenn eru bara í stólunum sínum til að græða sjálfir og sölsa undir sig náttúruauðlindir. Þeir vita varla um hvað þessi mál snúast. Flýta sér í einkavæðingunni áður en þeim verður kastað á haugana.
    2
  • Rakel Egilsdóttir skrifaði
    Sorgleg saga😂😂
    0
  • Þórdís Þorvaldsdóttir skrifaði
    Sorgleg saga og því miður fjölgar í þessum hópi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár