Þær fóru að sjást í veggjum húsa. Svo á Grindavíkurveginum. Allt hafði verið á hreyfingu vikum saman. En síðan varð fjandinn laus. „Stór og löng sprunga hefur opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík,“ sagði í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands degi eftir að bærinn hafði verið rýmdur aðfaranótt 11. nóvember.
Sigdalur hafði myndast á yfirborði ofan við kvikuganginn sem hafði þrýst sér undir bæinn líkt og heitur ormur. Flestar ef ekki allar þær sprungur sem opnað höfðu ginið framan í Grindvíkinga, í götunum sem þeir óku, stéttunum sem þeir gengu, jafnvel í görðum húsa þeirra, voru ekki nýjar. Þarna höfðu þær verið í aldir. Þúsundir ára. En tíminn hafði að miklu leyti hulið þær gróðri og jarðvegi. Og mannanna verkum.
Þær héldu áfram að gliðna. Ýfa sig. Reykjaneseldar voru hafnir. Þrjú eldgos höfðu orðið í næsta nágrenni á innan við þremur árum og það fjórða braut sér leið …
Athugasemdir (1)