Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi

For­stjóri fiski­stof­unn­ar í Nor­egi, Frank Bakke-Jen­sen, seg­ir að mörg dæmi séu um að upp­lýs­ing­ar um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki skoð­un þeg­ar á reyn­ir. Þess vegna sé oft og tíð­um ekk­ert að marka töl­ur um slysaslepp­ing­ar úr sjókví­um. Dæmi eru um það á Ís­landi að upp­gefn­ar tölu um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki þeg­ar fjöldi þeirra er kann­að­ur.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi
Meira en 30 þúsund fleiri eldislaxar Fiskistofustjóri Noregs, Frank Bakke-Jensen, segir að dæmi séu um að rúmlega 30 þúsund fleiri eldislaxar hafi reynst vera í sjókví en gefið hafi verið upp.

Forstjóri norsku Fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet) segir að tölur um slysasleppingar sem laxeldisfyrirtækin í Noregi senda frá sér á opinberum vettvangi bendi til þess að þau viti oft og tíðum ekki hversu margir eldislaxar séu í sjókvíunum hjá þeim eða þá að gefnar séu rangar upplýsingar um fjöldann. Frá þessu er greint í grein í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv.  „Það eru mörg dæmi um það að laxeldisfyrirtækin gefi upp tölur um eldislaxa í kvíum þar sem það eru fleiri fiskar í kvínni eftir slysasleppingu en fyrir hana,“ segir fiskistofustjórinn, Frank Bakke-Jensen, við Dagens Næringsliv.

Laxeldisfyrirtæki getur haft hagsmuni af því að hafa eins margra eldislaxa og það getur í sjókví þar sem það þýðir hærri tekjur fyrir fyrirtækið. Fyrirtæki hafa hins vegar bara leyfi til að vera með ákveðið marga fiska í hverri sjókví þar sem það fer betur með eldisfiskinn að það sé rýmra um hann í kvínni og það hefur yfirleitt í för með sér minni afföll á fiski. 

„Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum“
Úr eftirlitsskýrslu MAST um Arnarlax

Tilfellin eru kómísk 

Fiskistofustjórinn útskýrir orð sín með þeim hætti að í einu tilfelli hafi laxeldisfyrirtæki í Noregi sagt frá því að 168 þúsund laxar væru í sjókví. Svo hafi átt sér stað slysaslepping hjá fyrirtækinu. Í kjölfarið hafi komið í ljós að það voru 190 þúsund eldislaxar í kvínni. „Slík dæmi búa til kómedíu frekar en vissu,“ segir hann í viðtalinu og bendir á að bæta þurfi eftirlit með sjókvíaeldinu til muna.

Í orðum hans felst að að lítið eða ekkert mark sé takandi á tölum um slysasleppingar á eldislöxum í sjókvíum ef ekki er sagt réttilega frá því upphaflega hversu margir eldislaxar eigi að vera í sjókvíunum til að byrja með. „Staðreyndin er sú að það veit eiginlega enginn hversu margir laxar hafa sloppið,“ segir Frank Bakke.

Í orðum hans felst að hann telur að það sé erfitt að taka mark á tölum sem eru birtar um fjölda laxa sem sleppa úr sjókvíum. Þetta byggir á því að það sé líklegt að upphaflegur fjöldi laxa sem sagt er að hafi verið í sjókví sé ekki endilega réttur. 

Gagnrýndi Arnarlax fyrir mismun á tölum um fjölda laxaMatvælastofnun gagnrýndi Arnarlaxi fyrir mismun á upplýsingum um fjölda laxa í sjókvíum. Björn Hembre er forstjóri Arnarlax.

Arnarlax: Mismunur á upplýsingum um fjölda fiska

Þessi orð fiskistofustjórans norska vekja athygli í íslensku samhengi þar sem það hefur komið fyrir hér á landi við eftirlit opinberra stofnana með sjókvíaeldinu að mismunur sé á fjölda laxa sem sagður er hafa verið í kví og þeim fjölda sem er talinn upp úr kvínni. 

Í eftirlitsskýrslu frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi frá því um miðjan nóvember síðastliðinn kom til dæmis í ljós mörg þúsund fiska munur á þeirri tölu fiska sem sagður var hafa verið í sjókví og þeirri tölu sem í reynd var í kvínni. Í eina kví vantaði tæplega 13 þúsund fiska og í annarri kví komu upp tæplega 39 þúsund fleiri fiskar upp úr kví en sagðir voru vera í henni. 

Í eftirlitsskýrslunni stendur orðrétt: „Við uppgjör á eldissvæðinu Eyri í Patreksfirði þar sem stuðst er við upplýsingar úr framleiðsluskýrslum Arnarlax kom í ljós mismunur í kvíum 8 og 9. Í kví 9 vantaði 12.849 fiska og úr kví 8 komu 38.542 fleiri fiskar en fóru í kvínna.

Matvælastofnun bað Arnarlax um skýringar á þessu misræmi og fékk eftirfarandi svar: „Í svörum Arnarlax kom fram að notast hefði verið við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem sýndi að samtals hefðu farið 246.653 fiskar í kvíar 8 og 9. Talning í brunnbát hafi aftur á móti sýnt að fjöldi fiskanna var 272.346. Arnarlax kaus að notast við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem upphafsfjölda í kvíum 8 og 9 og því voru ekki gefnar réttar upplýsingar um upphafsfjölda seiða í kví 8 og kví 9 á Eyri í Patreksfirði.

Þetta dæmi sýnir að það vandamál sem norski fiskistofustjórinn talar um er einnig vandamál hér á landi: Tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru á reiki. Í skýrslunni segir að Matvælastofnun hafi látið Arnarlax vita að þetta gengi ekki: „Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum úr Fisktalk kerfi seiðastöðva og talningu úr brunnbát og uppfæri tölur um fjölda fiska í Fisktalk kerfi sjókvíaeldisstöðvarinnar þannig að notaðar verði nákvæmustu tölur sem eru tiltækar hverju sinni.

Íslensku slysasleppingarnar

Laxeldi í sjókvíum er tiltölulega ung atvinnugrein hér á Íslandi. Dæmin um slysasleppingar úr sjókvíum eru því ekki mjög mörg. Þekktasta og eitt alvarlegasta dæmið um slysasleppingu hér á landi kom hins vegar upp síðsumars á síðasta ári þegar eldislaxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði og um 3500 eldislaxar sluppu úr kvínni, að sögn. Hluti þessa eldislaxa veiddist svo í ám víða um landið næstu vikur á eftir. Þessi slysaslepping vakti alþjóðlega athygli, leiddi til fjöldamótmæla á Austurvelli sem og lögreglurannsóknar sem síðan var látin niður falla. 

Vandamálið sem fiskistofustjórinn norski bendir á snýst um það að ef tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru ekki endilega réttar hvernig er þá hægt að vita hversu margir eldislaxar hafa sloppið úr sjókví þar sem slysaslepping hefur orðið? 

Lausnin sem hann kallar eftir í frétt Dagens Næringsliv er að laxeldisfyrirtækin íi Noregi taki upp betra kerfi til að þekkja og rekja uppruna eldislaxa sem eru í sjókvíum þar í landi. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár