Hraun streymir nú inn í húsgarð samsíða einbýlishúsinu að Efrahópi 19, nyrst í Grindavík. Þetta er í fyrsta sinn frá Vestmannaeyjagosinu árið 1973 sem hraun rennur inn í byggð á Íslandi. Eldur braust út í húsinu um leið og hraunið náði að því. Nú hefur einnig kviknað í húsinu að Efrahópi 16.
Heimildin hefur rætt við íbúa á svæðinu sem fylgjast með milli vonar og ótta.
Fyrr í morgun ræddi Heimildin við Sigurbjörgu Vignisdóttur sem býr í næstu götu fyrir neðan sem lýsti því hversu sárt væri að fylgjast með þessu gerast í beinni útsendingu. Í raun skipti ekki máli hvaða hús færi undir, heldur gilti eitt fyrir alla. „Um leið og eitt hús fer þá hafa hörmungarnar dunið á okkur öllum.“ Fjölskyldan var öll samankomin og lýsti Sigurbjörg áfallinu. „Nú er ég bara dofin, hjartað er á fullu og ég kaldsvitna. Ég er að átta mig á því að bærinn er að fara undir hraun.“
Versta sviðsmyndin er að raungerast. Landið er flatt, straumurinn hægur. Hraunið getur runnið 100 metra á klukkustund. Óttast er að fleiri gosop getið opnast eftir sprungunni sem liggur eftir endilöngum bænum til suðsuðausturs.
Milljörðum spreðað í að verja einkafyrirtæki.
En EKKERT gert til að verja eigur einstaklingana!
Því var ekki búið að staðsetja öflugar dælur við jaðar Grindavíkur ?
Stutt í ískaldann sjóinn og reyna að stýra hraunfæðinu frá bænum, eins og gert var í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
Svo maður tali nú ekki um að rusla upp varnargörðum, eins og gert var fyrir einka fyrirtækin þeim að kostnaðarlausu.
Og þjóðin látin borga brúsann fyrir auðrónana!