Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kosningaáætlanir Trumps og Bidens skýrast í aðdraganda forkosninga

Fyrstu for­kosn­ing­ar Demó­krata og Re­públi­kana nálg­ast nú í janú­ar og dreg­ið get­ur til tíð­inda í New Hamps­hire vegna knappr­ar for­ystu Trumps sem mæl­ist minnst 4% yf­ir Nikki Haley, hans næsta keppi­naut­ar. Kosn­inga­vél­ar Bidens og Trumps eru komn­ar á fullt við að skipu­leggja kosn­inga­áætlan­ir fram­bjóð­end­anna gegn hvor öðr­um þar sem átakalín­ur í banda­rísku sam­fé­lagi eru skýr­ar.

Nú dregur senn að fyrstu forkosningum Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum sem standa munu yfir þar til í júní. Frambjóðendur beggja flokka og þá sérstaklega þeir sem eru með mesta forskotið, eru strax byrjaðir að móta sínar áherslur í kosningabaráttunni. Kosið verður fyrst meðal Repúblikana í Iowa-ríki 15. janúar næstkomandi og meðal bæði Repúblikana og Demókrata í New Hampshire 23. janúar. Raunar verður Joe Biden Bandaríkjaforseti ekki á kjörskrá þar, en hann hefur dregið sig úr framboði þar vegna skipulagsdeilna Demókrataflokksins á landsvísu og í ríkinu. Fréttnæmt gæti orðið ef hann tapar þá kosningunum þar, en það hefði þó lítil áhrif á forkosningar í öðrum ríkjum.

Biden leiðir forkosningar sínar mjög örugglega, eins og vaninn er með sitjandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er mjög leiðandi innan síns flokks en þó með keppinauta sem gætu valdið honum erfiðleikum. Biden er með um 71% fylgi að meðaltali í forkosningum …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár