Nú dregur senn að fyrstu forkosningum Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum sem standa munu yfir þar til í júní. Frambjóðendur beggja flokka og þá sérstaklega þeir sem eru með mesta forskotið, eru strax byrjaðir að móta sínar áherslur í kosningabaráttunni. Kosið verður fyrst meðal Repúblikana í Iowa-ríki 15. janúar næstkomandi og meðal bæði Repúblikana og Demókrata í New Hampshire 23. janúar. Raunar verður Joe Biden Bandaríkjaforseti ekki á kjörskrá þar, en hann hefur dregið sig úr framboði þar vegna skipulagsdeilna Demókrataflokksins á landsvísu og í ríkinu. Fréttnæmt gæti orðið ef hann tapar þá kosningunum þar, en það hefði þó lítil áhrif á forkosningar í öðrum ríkjum.
Biden leiðir forkosningar sínar mjög örugglega, eins og vaninn er með sitjandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er mjög leiðandi innan síns flokks en þó með keppinauta sem gætu valdið honum erfiðleikum. Biden er með um 71% fylgi að meðaltali í forkosningum …
Athugasemdir